Hættir eftir tímabilið

Halldór Harri Kristjánsson lætur af störfum eftir tímabilið.
Halldór Harri Kristjánsson lætur af störfum eftir tímabilið. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs HK í handknattleik, mun láta af störfum að yfirstandandi leiktíð lokinni og taka sér frí frá þjálfun.

„Ég ákvað i síðasta mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi mínum við HK og hætti þjálfun meistaraflokks kvenna í vor eftir fjögur ár með liðið,“ sagði Halldór Harri í samtali við Handbolta.is í dag.

Þar sagðist hann aukinheldur ekki vera að hætta með liðið til þess að taka við þjálfun annars liðs heldur vilji hann einungis kúpla sig aðeins „út úr hringiðunni eftir 18 ár í þjálfun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert