Íslandsmótið lengt vegna fjölda smita og frestana

Ljósmynd/Szilvia Micheller

Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt að vegna fjölda smita í vetur og þeirra fjölda leikja sem hefur þurft að fresta sé það niðurstaða mótanefndar HSÍ að taka þurfi upp mótið í úrvalsdeild kvenna, Olísdeildinni, í heild sinni og lengja það.

„Jafnframt gefst þá tækifæri til að gefa A-landsliði kvenna einn aukadag fyrir erfiða leiki liðsins í undankeppni EM.

Ekki er um auðvelda ákvörðun að ræða en miðað við fjölda leikja sem eru eftir er það eina mögulega niðurstaðan,“ sagði í tilkynningu frá HSÍ.

Nýtt leikjaplan Olísdeildar kvenna ásamt uppfærðum dagsetningum þriggja bikarleikja má nálgast á heimasíðu HSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert