Tveimur leikjum í Coca Cola-bikar kvenna í handknattleik sem áttu að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna rauðrar viðvaranar.
Um er að ræða leik Vals og Hauka í átta liða úrslitum keppninnar og leik FH og Stjörnunnar í 16-liða úrslitum.
Að tilmælum almannavarna vegna rauðrar viðvaranar hefur báðum þessum leikjum verið frestað til morguns.
Þeir áttu báðir að hefjast klukkan 19.30 í kvöld en fara þess í stað fram á sama tíma annað kvöld.