Bjarki skoraði 15 mörk í Evrópuleik

Bjarki Már Elísson átti ótrúlegan leik.
Bjarki Már Elísson átti ótrúlegan leik. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson átti líklegast einn sinn besta leik á ferlinum er þýska liðið Lemgo og Nantes frá Frakklandi gerðu 37:37-jafntefli í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Leikið var í Lemgo.

Bjarki skoraði 15 mörk fyrir Lemgo og þar á meðal sex síðustu mörk liðsins á æsispennandi lokakafla. Hann kórónaði ótrúlegan leik með að jöfnunarmarkinu úr víti í blálokin. Það sem gerir afrek Bjarka enn magnaðra er sú staðreynd að hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn.

Bæði lið hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitin, eins og Benfica og GOG sem leika í sama riðli. Viktor Gísli Hallgrímsson er markvörður GOG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert