Elliði Snær Viðarsson, landsliðsmaður í handknattleik, var valinn í lið umferðarinnar í 2. deildinni í Þýskalandi.
Elliði leikur með Gummersbach sem á möguleika að vinna sér sæti í efstu deild á næsta tímabili en liðið er í efsta sæti í 2. deildinni.Guðjón Valur Sigurðsson stýrir liðinu og Hákon Daði Styrmisson er einnig í leikmannahópnum en er meiddur.
Gummersbach vann Eisenach 28:25 og skoraði Elliði sex mörk af línunni en hann er einnig öflugur varnarmaður eins og hann hefur sýnt með landsliðinu.