Handknattleikskonan Steinunn Hansdóttir hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarfélagið Skanderborg og leíkur áfram með því á næsta keppnistímabili.
Steinunn kom aftur til félagsins fyrir þetta tímabil en hún hefur einnig leikið með SönderjyskE, Gudme, Horsens og Vendsyssel. Hún er ættuð frá Selfossi en hefur verið búsett í Danmörku frá fjögurra ára aldri en kom heim árið 2016 og lék eitt tímabil með Selfyssingum.
Steinunn er 26 ára gömul, rétthentur hornamaður og hefur verið talsvert með íslenska landsliðinu á undanförnum árum og á 36 landsleiki að baki.
Skanderborg er í 11. sæti af fjórtán liðum í dönsku úrvalsdeildinni og á litla möguleika á að komast í úrslitakeppni átta efstu liðanna um meistaratitilinn. Það verður þá væntanlega hlutskipti liðsins að fara í umspil um áframhaldandi sæti í deildinni.