Stjarnan tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta með sannfærandi 28:18-útisigri á FH í kvöld. Stjarnan mætir ÍBV í lokaleik átta liða úrslitanna.
Stjarnan var töluvert sterkari aðilinn gegn FH úr 1. deildinni og var staðan í hálfleik 15:8.
Elísabet Gunnarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Katla María Magnúsdóttir gerði fjögur. Hildur Guðjónsdóttir var langbest hjá FH með níu mörk.
KA/Þór, Fram og Valur hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum og verður Stjarnan eða ÍBV síðasta liðið sem fær farseðilinn í bikarhelgina.