Tólf íslensk mörk í Evrópuslag

Ómar Ingi Magnússon átti góðan leik.
Ómar Ingi Magnússon átti góðan leik. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Þýska liðið Magdeburg vann í kvöld sannfærandi 39:28-útisigur á Aix frá Frakklandi í Evrópudeild karla í handbolta.

Ómar Ingi Magnússon átti enn og aftur góðan leik fyrir Magdeburg og skoraði sex mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson bætti við þremur. Kristján Örn Kristjánsson gerði þrjú fyrir Aix. Magdeburg er á toppi C-riðils með 15 stig en Aix er á botninum með aðeins eitt stig.

Í B-riðli vann GOG frá Danmörku sannfærandi 34:23-útisigur á Cocks frá Finnlandi. Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot fyrir GOG í leiknum og var með 33 prósenta markvörslu. GOG er með 13 stig á toppi riðilsins en liðið hefur unnið sex leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Þá mátti Kadetten frá Sviss, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, sætta sig við 26:27-tap á útivelli gegn Pelister frá Norður-Makedóníu. Kadetten er í þriðja sæti D-riðils og í baráttunni um að fara áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert