Damatískt sigurmark í Mosfellsbæ

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu í kvöld.
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Einar Ingi Hrafnsson reyndist hetja Aftureldingar þegar liðið tók á móti Selfossi í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld.

Leiknum lauk með 32:31-sigri Aftureldingar en Einar Ingi skoraði sigurmark leiksins á lokasekúndunum.

Selfoss byrjaði leikinn betur og náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, 14:10, en Aftureldingu tókst að laga stöðuna og leiddu Selfyssingar með þremur mörkum í hálfleik, 15:12.

Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og tókst að jafna metin í 25:25 þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Liðin skiptust á að skora eftir það og Afturelding tryggði sér svo sigurinn í blálokin.

Birkir Benediktsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 8 mörk og Blær Hinriksson og Þorsteinn Leó Gunnarsson skoruðu 5 mörk hvor.

Einar Sverrisson og Guðjón Baldur Ómarsson voru markahæstir í liði Selfoss með 9 mörk hvor.

Afturelding fer með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar í 12 stig en Selfoss er í sjötta sætinu með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert