Sunna íþróttamaður Vestmannaeyja

Elísa Elíasdóttir, Andri Erlingsson og Sunna Jónsdóttir með viðurkenningar sínar.
Elísa Elíasdóttir, Andri Erlingsson og Sunna Jónsdóttir með viðurkenningar sínar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik var í gærkvöld útnefnd íþróttamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2021.

Sunna hefur leikið með ÍBV frá árinu 2018 þegar hún kom heim eftir fimm ár í atvinnumennsku í Svíþjóð og Noregi og hefur verið í stóru hlutverki en hún er fyrirliði liðsins. Fyrr í þessum mánuði samdi hún á ný við félagið til þriggja ára.

Einnig voru útnefndir íþróttamenn æskunnar yngri og eldri. Andri Erlingsson sem hefur verið í landsliðsúrtökum í golfi, handbolta og knattspyrnu var útnefndur í yngri flokki. Elísa Elíasdóttir var útnefnd í eldri flokki æskunnar en hún leikur með 3. flokki í handbolta sem og meistaraflokki auk þess að hafa leikið fyrstu A-landsleiki sína á árinu 2021.

Sunna Jónsdóttir er íþróttamaður Vestmanneyja árið 2021.
Sunna Jónsdóttir er íþróttamaður Vestmanneyja árið 2021. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert