Einar á leið til FH

Einar Bragi Aðalsteinsson í leik með HK á tímabilinu.
Einar Bragi Aðalsteinsson í leik með HK á tímabilinu. mbl.is/Árni Sæberg

Einar Bragi Aðalsteinsson, efnilegur leikmaður karlaliðs HK í handknattleik, mun ganga til liðs við topplið FH að yfirstandandi leiktíð lokinni.

Þetta kemur fram á Vísi.

Þar segir að þegar hafi náðst samkomulag um vistaskiptin og að Einar Bragi verði því leikmaður FH í sumar.

Hann er aðeins 19 ára gamall en hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá HK, sem rær þungan róður við botn úrvalsdeildar karla, Olísdeildarinnar.

Einar Bragi er á meðal efstu leikmanna í deildinni þegar kemur að tölfræðiþáttum þar sem hann hefur til að mynda skorað 6,5 mörk að meðaltali í leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert