Íslandsmeistararnir mæta Fram í undanúrslitum

KA/Þór og Fram mætast í undanúrslitum bikarkeppninnar.
KA/Þór og Fram mætast í undanúrslitum bikarkeppninnar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslandsmeistarar KA/Þórs mæta Fram í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca-Cola-bikarsins, en dregið var í höfuðstöðvum HSÍ í Laugardal í dag.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast ÍBV og Valur en undanúrslitaleikirnir fara fram kvennamegin hinn 9. mars úrslitaleikurinn fer fram 12. mars en úrslitahelgin fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Karlamegin drógust Selfoss og KA gegn hvort öðru og þá mæta ríkjandi bikarmeistarar Vals annaðhvort Herði frá Ísafirði, FH eða Þór en leikur Harðar og FH í 16-liða úrslitum keppninnar fer fram 26. febrúar og Þórfrá Akureyri mætir sigurvegaranum úr því einvíginu hinn 1. mars.

Úrslitahelgin karlamegin fer einnig fram að Ásvöllum en undanúrslitin verða leikin 10. mars og úrslitaleikurinn 12. mars.

Undanúrslit kvenna:

KA/Þór – Fram
ÍBV  Valur

Undanúrslit karla:

Hörður/FH eða Þór – Valur
Selfoss – KA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert