Elverum er enn með 100% árangur eftir 21 leik í norsku úrvalsdeildinni í handbolta en liðið vann 44:32-heimasigur á Nærbö í dag.
Orri Freyr Þorkelsson átti afar góðan leik fyrir Elverum og skoraði átta mörk. Aron Dagur Pálsson gerði eitt.
Elverum er með fullt hús stiga eftir 21 leik og níu stiga forskot á Drammen í öðru sæti.