FH-ingar of sterkir fyrir Ísfirðinga

Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur hjá FH.
Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur hjá FH. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með þægilegum 38:20-útisigri á Herði á Ísafirði í dag. FH leikur við Þór í átta liða úrslitunum.

FH, sem er í toppsæti efstu deildar, átti ekki í miklum vandræðum með Harðarmenn sem leika í 1. deild en staðan í hálfleik var 21:11.

Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur hjá FH með átta mörk og Einar Örn Sindrason gerði sex. Guntis Pilpuks skoraði sex fyrir Hörð og Jón Ómar Gíslason gerði fjögur.

Sigurliðið úr leik FH og Þórs leikur við Val í undanúrslitum. Selfoss og KA leika í hinum undanúrslitaleiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert