Markahæstur í óvæntum sigri

Arnar Birkir Hálfdánsson átti góðan leik.
Arnar Birkir Hálfdánsson átti góðan leik. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Aue vann óvæntan 25:23-útisigur á Ludwigshafen í þýsku 2. deildinni í handbolta í dag.

Arnar Birkir Hálfdánarson var sterkur hjá Aue og skoraði sex mörk, flest allra hjá liðinu. Sveinbjörn Pétursson kom afar sterkur inn í mark liðsins og varði fimm af átta skotum sem hann fékk á sig.

Þrátt fyrir sigurinn er Aue áfram í fallsæti á markatölu, en jók möguleikann á að bjarga sér frá falli. Ludwigshafen er í 7. sæti með 25 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert