Valur valtaði yfir KA

Valsarinn Magnús Óli Magnússon með boltann í dag.
Valsarinn Magnús Óli Magnússon með boltann í dag. mbl.is/Óttar

Valsmenn áttu ekki í neinum vandræðum með að vinna KA á heimavelli í Olísdeild karla í handbolta í dag en lokatölur á Hlíðarenda urðu 33:19.

Valur komst í 7:3 snemma leiks og var staðan í hálfleik 18:10. Valsmenn héldu áfram að bæta í forskotið og var sigurinn aldrei í hættu.

Róbert Aron Hostert skoraði sex mörk fyrir Val og þeir Arnór Snær Óskarsson og Stiven Tober Valencia gerðu fjögur hvor. Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í marki Vals. Arnór Ísak Haddsson skoraði átta fyrir KA.

Með sigrinum fór Valur upp að hlið Hauka og FH í efstu sætin en KA er áfram í sjöunda sæti með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert