Arnór og Agnar framlengja við bikarmeistarana

Arnór Snær Óskarsson verður áfram í herbúðum Vals.
Arnór Snær Óskarsson verður áfram í herbúðum Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örvhentu skytturnar Arnór Snær Óskarsson og Agnar Smári Jónsson hafa báðir skrifað undir framlengingu á samningum sínum við nýkrýnda bikarmeistara Vals í handknattleik karla.

Báðir eru þeir uppaldir Valsmenn.

Arnór Snær skrifar undir þriggja ára samning við Val sem gildir út tímabilið 2025. Arnór var um helgina valinn mikilvægasti leikmaður Vals á úrslitahelgi Coca Cola-bikarsins þegar Valur varði bikartitil sinn.

„Arnór hefur farið úr því að vera lykilmaður í yngri flokkum félagsins í að vera einn besti leikmaður meistaraflokks á nokkrum árum. Arnór hefur einnig getið af sér gott orð við þjálfun yngri flokka félagsins og er fyrirmyndar félagsmaður,“ sagði í tilkynningu frá handknattleiksdeild Vals.

Agnar Smári Jónsson skrifar undir tveggja ára samning við félagið sem gildir út leiktíðina 2024.

Agnar Smári Jónsson heldur sömuleiðis kyrru fyrir hjá Val.
Agnar Smári Jónsson heldur sömuleiðis kyrru fyrir hjá Val. mbl.is/Unnur Karen

„Agnar Smári hefur um árabil verið einn besti leikmaður deildarinnar og verið lykilmaður í titilbaráttu sinna liða og fór til að mynda á kostum þegar Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í fyrra,“ sagði ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert