Sigurmark á lokasekúndunum

Arnór Viðarsson sækir að marki Gróttu.
Arnór Viðarsson sækir að marki Gróttu. mbl.is/Árni Sæberg

Sigtryggur Daði Rúnarsson reyndist hetja ÍBV þegar liðið vann dramatískan sigur gegn Gróttu í úrvaldeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Vestmannaeyjum í 21. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 37:36-sigri ÍBV en Sigtryggur Daði tryggði ÍBV sigurinn þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Það var gríðarlegt áfall fyrir Gróttumenn sem voru yfir, 35:33, rétt fyrir leikslok og hefðu með sigri eða jafntefli átt möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

Með sigrinum eru Eyjamenn öruggir með eitt fjögurra efstu sætanna og heimaleikjarétt í átta liða úrslitunum. 

Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en staðan var jöfn í hálfleik, 17:17.

Sigtryggur Daði átti stórleik fyrir ÍBV og var markahæstur með 9 mörk og Kári Kristján Kristjánsson skoraði 8.

Andri Þór Helgason fór mikinn fyrir Gróttu og skoraði 11 mörk og Birgir Steinn Jónsson skoraði 9.

ÍBV er með 29 stig í þriðja sæti deildarinnar, jafnmörg og FH sem er í fjórða sæti.  Ljóst er að ÍBV mætir annaðhvort Selfossi eða Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Grótta er með 17 stig í tíunda sætinu, jafnmörg og Fram og tveimur minna en Afturelding. Vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita eiga Seltirningar samt enga möguleika á að ná áttunda sætinu í lokaumferðinni á sunnudaginn kemur.

ÍBV 37:36 Grótta opna loka
60. mín. Ágúst Emil Grétarsson (Grótta) fiskar víti Friðrik braut á Ágústi sem ætlaði inn úr horninu. 10 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert