Íslendingaliðin sluppu við fall

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fimm skot í marki Rinköbing í …
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fimm skot í marki Rinköbing í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti fínan leik í marki Ringköbing þegar liðið bjargaði sér frá falli með naumum sigri gegn Randers í lokaumferð dönsku fallkeppninnar í handknattleik á útivelli í dag.

Leiknum lauk með 32:30-sigri Ringköbing en Elín Jóna varði fimm skot í marki danska liðsins.

Ringköbing endaði með 4 stig í öðru sæti fallkeppninnar en Aarhus, sem einnig fékk 4 stig, féll þar sem liðið var með verstu innbyrðisviðureignina á liðin fyrir ofan sig.

Steinunn Hansdóttir og liðsfélagar hennar í Skanderborg sluppu einnig við fallið en þær enduðu í fjórða og næstneðsta sæti fallkeppninnar með 4 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert