Andrea Jacobsen, landsliðskona í handbolta, mun yfirgefa Kristianstad í Svíþjóð og ganga í raðir Aalborg í Danmörku eftir leiktíðina.
Andrea hefur leikið með Kristianstad undanfarin fjögur ár eftir að hafa komið til félagsins frá uppeldisfélaginu Fjölni.
Sandra Erlingsdóttir hefur leikið með Aalborg síðustu tvö ár en þær verða þó ekki liðsfélagar því Sandra gengur í raðir Metzingen í Þýskalandi fyrir næstu leiktíð.