Snýr aftur heim á Selfoss

Katla María Magnúsdóttir er komin aftur í Selfoss.
Katla María Magnúsdóttir er komin aftur í Selfoss. Ljósmynd/Selfoss

Handknattleikskonan Katla María Magnúsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Katla lék með Selfossi áður en hún skipti yfir til Stjörnunnar árið 2020. Hún er 21 árs gömul skytta og skoraði 15 mörk í 17 leikjum í Olísdeildinni í vetur. 

Selfoss tryggði sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð eftir fjögur ár í 1. deildinni. Samkvæmt fréttatilkynningu félagsins eru fleiri leikmenn á leiðinni til Selfoss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert