Landsliðskona frá keppni næstu 6-8 mánuði

Elín Jóna Þorsteinsdóttir verður frá keppni næstu 6-8 mánuði.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir verður frá keppni næstu 6-8 mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, verður frá keppni næstu 6-8 mánuði vegna meiðsla í mjöðm. Elín leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Ringkøbing en Lovísa Thompson gekk í raðir félagsins á dögunum.

Elín Jóna greindi frá á Instagram að hún verði 6-8 mánuði að jafna sig eftir aðgerð sem framkvæmd var vegna meiðsla í mjöðm. 

„Því miður endaði tímabilið mitt ekki eins og það átti. Meiðslin voru verri en ég hélt og aðgerð því miður þörf. Aðgerðin gekk vel og ég kem sterk til baka á völlinn eftir 6-8 mánuði,“ skrifaði Elín m.a. á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert