Bjarni tekur við uppeldisfélaginu

Bjarni Fritzson er aftur tekinn við uppeldisfélagi sínu ÍR.
Bjarni Fritzson er aftur tekinn við uppeldisfélagi sínu ÍR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn hand­knatt­leiks­deild­ar ÍR hef­ur gert samn­ing við Bjarna Fritz­son um þjálf­un karlaliðsins næstu þrjú ár.

Bjarni tek­ur við af Kristni Björg­úlfs­syni, sem stýrði liðinu síðustu tvö tíma­bil og lauk störf­um á því að koma liðinu aft­ur upp í efstu deild er ÍR hafði bet­ur gegn Fjölni í um­spili um laust sæti í Olís­deild­inni.

„Hand­bolta­sam­fé­lagið er vel kunn­ugt Bjarna en hann er upp­al­inn hjá ÍR [og] varð bikar­meist­ari með ÍR árið 2005. Hann lék sem at­vinnumaður í Frakklandi með Créteil og St. Rap­hael um fjög­urra ára skeið en hér heima lék hann einnig um tíma hjá FH og Ak­ur­eyri.

Þá er Bjarni fyrr­um meist­ara­flokksþjálf­ari karla hjá Ak­ur­eyri og ÍR auk þess að hafa þjálfað U-20 ára landslið Íslands. ÍR býður Bjarna hjart­an­lega vel­kom­inn, ósk­ar hon­um vel­gengni í starfi og hlakk­ar til sam­starfs­ins,“ sagði í til­kynn­ingu frá hand­knatt­leiks­deild ÍR.

„Það eru spenn­andi tím­ar framund­an í Breiðholt­inu og erum við gríðarlega ánægð með það að fá Bjarna til þess að leiða áfram þá veg­ferð sem liðið er á“, sagði Elín Freyja Eggerts­dótt­ir, formaður hand­knatt­leiks­deild­ar ÍR, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert