Þjóðverjarnir brugðust hratt við

Alfreð Gíslason á hliðarlínunni hjá þýska landsliðinu.
Alfreð Gíslason á hliðarlínunni hjá þýska landsliðinu. AFP

Al­freð Gísla­son réði sig til starfa sem þjálf­ari karla­landsliðs Þýska­lands í hand­knatt­leik snemma árs 2020 og hóf form­lega störf í mars árið 2020. 

Al­freð hafði áður ákveðið að vera í fríi í hálft ár eft­ir að hann hætti að eig­in ósk hjá þýska stórliðinu THW Kiel sum­arið 2019. 

Að loknu EM landsliða í janú­ar 2020 fór fyr­ir­spurn­um og til­boðum fjölg­andi.  Al­freð var með áhuga­vert til­boð frá rúss­neska hand­knatt­leiks­sam­band­inu snemma árs 2020 þegar Þjóðverj­arn­ir skár­ust í leik­inn á síðustu stundu.

„Ég hafði fengið fyr­ir­spurn­ir lengi þegar ég samdi við Þjóðverj­ana. Ég var eig­in­lega bú­inn að ganga frá samn­ingi við Rússa. Ég var bú­inn að sjá fyr­ir mér lang­tímapl­an fyr­ir rúss­neska hand­bolta­sam­bandið. Eft­ir EM árið 2020 fór ég til Moskvu og var nán­ast bú­inn að semja við þá en sagði for­seta rúss­neska sam­bands­ins að ég hefði lofað kon­unni minni því að skrifa ekki und­ir neitt. Ég myndi fara heim og taka ákvörðun í sam­ráði við hana.

Íbúar í Kiel fagna Alfreð í júní 2019 þegar hann …
Íbúar í Kiel fagna Al­freð í júní 2019 þegar hann hafði stýrt THW Kiel í síðasta sinn en þar hélt hann um stjórn­artaum­ana í ell­efu ár með mögnuðum ár­angri. Ljós­mynd/​Sascha Kla­hn

Þegar ég lenti í Berlín var hringt í mig frá þýska sam­band­inu. Það var á mánu­degi og ég tjáði þeim að ég ætti að gefa Rúss­un­um end­an­legt svar á há­degi á þriðju­degi. Um kvöldið voru Þjóðverj­arn­ir mætt­ir til mín. Það var auðvitað mun betra mál fyr­ir okk­ur að vera bara í Þýskalandi.

Eins og staðan er í heim­in­um í dag er ég auðvitað mjög ánægður með hvernig þetta fór. Um leið hef ég mikla samúð með rúss­nesk­um hand­bolta­mönn­um og fólki í hand­bolta­hreyf­ing­unni í Rússlandi en þar á ég marga vini,“ seg­ir Al­freð meðal ann­ars í viðtali við Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins. 

Viðtalið við Al­freð í heild sinni er að finna í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert