Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, mátti sætta sig við 26:27-tap fyrir Ítalíu í D-riðli Evrópumótsins í Porto í Portúgal í dag.
Íslenska liðið átti í talsverðum vandræðum með Ítali stóran hluta leiksins.
Ítalía leiddi 15:11 í leikhléi og komst mest sex mörkum yfir, og það í þrígang, fyrri hluta síðari hálfleiks.
Eftir að Ítalía komst 23:17 yfir tók Ísland einstaklega vel við sér, vann sig betur og betur inn í leikinn og tókst að snúa taflinu við, 25:24, þegar skammt var eftir af leiknum.
Allt var því í járnum það sem eftir lifði leiks en illu heilli tókst Ítölum að skora sigurmarkið á lokasekúndunum og tryggja sér eins marks sigur.
Ísland er eftir ósigurinn með 1 stig að loknum tveimur leikjum og á eftir að leika gegn sterkasta liði D-riðilsins, Þýskalandi, í lokaleik riðilsins.
Tvö efstu liðin fara áfram í milliriðla. Ítalía og Þýskaland eru í efstu tveimur sætunum sem stendur á meðan Ísland og Serbía eru í þriðja og fjórða sæti.
Í leiknum í dag voru þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Andri Már Rúnarsson markahæstir hjá Íslandi, báðir með sex mörk.
Skammt undan var Guðmundur Bragi Ástþórsson með fimm mörk.
Adam Thorstensen kom sterkur inn í markið og varði fimm af þeim tíu skotum sem hann fékk á sig, sem er 50 prósent markvarsla.
Brynjar Vignir Sigurjónsson varði þá fjögur skot og var með tæplega 31 prósent markvörslu. Jón Þórarinn Þorsteinsson varði sömuleiðis fjögur skot og var með 23,5 prósent markvörslu.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |