Grátlegt tap gegn Ítalíu

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sex mörk í dag.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sex mörk í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik karla, skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri, mátti sætta sig við 26:27-tap fyr­ir Ítal­íu í D-riðli Evr­ópu­móts­ins í Porto í Portúgal í dag.

Íslenska liðið átti í tals­verðum vand­ræðum með Ítali stór­an hluta leiks­ins.

Ítal­ía leiddi 15:11 í leik­hléi og komst mest sex mörk­um yfir, og það í þrígang, fyrri hluta síðari hálfleiks.

Eft­ir að Ítal­ía komst 23:17 yfir tók Ísland ein­stak­lega vel við sér, vann sig bet­ur og bet­ur inn í leik­inn og tókst að snúa tafl­inu við, 25:24, þegar skammt var eft­ir af leikn­um.

Allt var því í járn­um það sem eft­ir lifði leiks en illu heilli tókst Ítöl­um að skora sig­ur­markið á loka­sek­únd­un­um og tryggja sér eins marks sig­ur.

Ísland er eft­ir ósig­ur­inn með 1 stig að lokn­um tveim­ur leikj­um og á eft­ir að leika gegn sterk­asta liði D-riðils­ins, Þýskalandi, í loka­leik riðils­ins.

Tvö efstu liðin fara áfram í mill­iriðla. Ítal­ía og Þýska­land eru í efstu tveim­ur sæt­un­um sem stend­ur á meðan Ísland og Serbía eru í þriðja og fjórða sæti.

Í leikn­um í dag voru þeir Bene­dikt Gunn­ar Óskars­son og Andri Már Rún­ars­son marka­hæst­ir hjá Íslandi, báðir með sex mörk.

Skammt und­an var Guðmund­ur Bragi Ástþórs­son með fimm mörk.

Adam Thor­sten­sen kom sterk­ur inn í markið og varði fimm af þeim tíu skot­um sem hann fékk á sig, sem er 50 pró­sent markvarsla.

Brynj­ar Vign­ir Sig­ur­jóns­son varði þá fjög­ur skot og var með tæp­lega 31 pró­sent markvörslu. Jón Þór­ar­inn Þor­steins­son varði sömu­leiðis fjög­ur skot og var með 23,5 pró­sent markvörslu.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert