Burstuðu Króata og spila um sæti á HM

Adam Thorstensen var með 54 prósent markvörslu í dag.
Adam Thorstensen var með 54 prósent markvörslu í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Strák­arn­ir í U20 ára landsliði Íslands í hand­knatt­leik gerðu sér lítið fyr­ir og burstuðu Króata, 33:20, á Evr­ópu­mót­inu í Portúgal í dag.

Þetta var loka­leik­ur­inn í riðlakeppni um ní­unda til sextánda sæti móts­ins og með sigr­in­um tryggðu strák­arn­ir sér sæti í leikj­un­um um 9.-12. sætið. Það er afar mik­il­vægt því ell­efu efstu liðin vinna sér sæti á næsta heims­meist­ara­móti í þess­um ald­urs­flokki.

Síðar í dag skýrist hverj­ir næstu mót­herj­ar ís­lenska liðsins verða.

Ísland komst í 10:2 og var yfir í hálfleik, 16:10. Í seinni hálfleik var um ein­stefnu að ræða og ís­lenska liðið komst mest fimmtán mörk­um yfir, 30:15, þegar skammt var til leiks­loka.

Andri Már Rún­ars­son skoraði 6 mörk, Ein­ar Bragi Aðal­steins­son 5, Tryggvi Þóris­son 5, Sím­on Michael Guðjóns­son 5, Guðmund­ur Bragi Ástþórs­son 4, Ísak Gúst­afs­son 2, Bene­dikt Gunn­ar Óskars­son 2, Andri Finns­son 2, Gauti Gunn­ars­son 1 og Kristó­fer Máni Jónas­son 1.

Adam Thor­sten­sen varði 14 skot og Jon Þór­ar­inn Þor­steins­son 7 og þeir voru báðir með hvorki meira né minna en 54 pró­sent markvörslu.

Fær­ey­ing­ar á sig­ur­braut

Fær­ey­ing­ar gerðu það líka gott í sömu keppni í dag og sigruðu Pól­verja 38:32. Þar með eru þeir líka komn­ir í keppn­ina um ní­unda til tólfta sætið sem er magnaður ár­ang­ur hjá þeim. Hák­un West af Teig­um var marka­hæst­ur Fær­ey­inga með 7 mörk og þeir Óli Mitt­un og Svein­ur Ólafs­son skoruðu 6 mörk hvor.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert