Bjarki markahæstur hjá nýja liðinu

Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Veszprém í dag.
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Veszprém í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá ungverska stórveldinu Veszprém þegar liðið vann 35:25-stórsigur á slóvakíska liðinu Tatran Presov í 8-liða úrslitum SEHA-deildarinnar í dag.

SEHA-deildin samanstendur af liðum frá Ungverjalandi, Slóvakíu, Úkraínu, Norður-Makedóníu, Króatíu, Serbíu og Hvíta-Rússlandi.

Bjarki Már lék afar vel og skoraði sjö marka Veszprém í dag og var markahæstur allra.

Ekki liggur ljóst fyrir að svo stöddu hvaða liði Veszprém mætir í undanúrslitum SEHA-deildarinnar en þau verða leikin í Zadar í Króatíu 2. september næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert