Valur lagði Fram, 23:19 í Meistarakeppni HSÍ í Úlfarsárdal í dag.
Valur var skrefi á undan í leiknum frá fyrstu mínútu en liðið komst í 1:0 og leiddi svo gott sem allan leikinn eftir það.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Vals með 7 mörk en Mariam Eradze kom næst með 5. Sara Sif Helgadóttir varði 11 skot í markinu.
Hjá Fram var Steinunn Björnsdóttir markahæst með 6 mörk. Perla Ruth Albertsdóttir kom næst með 5 mörk.
Valur er því sigurvegari Meistarakeppni kvenna og karla en karlalið Vals vann KA um síðustu helgi.