Eyjamenn burstuðu ÍR-inga

Kári Kristján Kristjánsson reynir skot að marki ÍR-inga í Vestmannaeyjum.
Kári Kristján Kristjánsson reynir skot að marki ÍR-inga í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyja­menn unnu ÍR-inga með 15 marka mun, 43:28, í Olís­deild karla í hand­bolta í Vest­manna­eyj­um í kvöld. Leik­ur­inn var í raun aldrei spenn­andi en heima­menn gáfu tón­inn strax í upp­hafi leiks.

Marg­ir skoruðu mikið af mörk­um hjá ÍBV, Rún­ar Kára­son gerði átta og þeir Dánjal Ragn­ars­son, Nökkvi Snær Óðins­son og Kári Kristján Kristjáns­son gerðu all­ir sex mörk.

Hjá gest­un­um var Vikt­or Sig­urðsson lang­best­ur en hann skoraði átta mörk.

Staðan eft­ir nokkr­ar mín­út­ur var 4:0 fyr­ir ÍBV en þá var Bjarna Fritz­syni nóg boðið þegar hann tók fyrsta leik­hléið sitt af þrem­ur í dag. Bjarni freistaði þess að stoppa í göt­in varn­ar­lega en á sama tíma þurfti hann að koma mörk­um á töfl­una fyr­ir sitt lið.

Arn­ar Freyr Guðmunds­son fyr­irliði átti að leiða sókn­ar­leik liðsins í upp­hafi en hann fékk skot­leyfi, af fyrstu átta skot­un­um rataði ein­ung­is eitt þeirra í markið en það var af vítalín­unni. Pet­ar Jokanovic var með hann í vas­an­um í leikn­um en sam­tals skoraði hann ein­ung­is eitt mark úr átta skot­um utan að velli.

Staðan var orðin 11:3 þegar fimmtán mín­út­ur voru liðnar en mun­ur­inn var einnig átta mörk þegar gengið var til bún­ings­her­bergja en þá var Dag­ur Arn­ars­son ný­bú­inn að skora beint úr aukakasti, þegar tím­inn í fyrri hálfleik var liðinn.

ÍR-ing­ar byrjuðu seinni hálfleik­inn ekki illa en þeir minnkuðu mun­inn í sex mörk, 30:24, þegar tutt­ugu mín­út­ur voru eft­ir. Stuttu seinna tók Bjarni sitt annað leik­hlé en það fór ekki vel og komust Eyja­menn í 35:24 stuttu seinna.

Ótrú­leg­ur fjöldi marka var skoraður í þess­um leik en það virðist vera venj­an í leikj­um ÍBV, fyrsti leik­ur liðsins í deild­inni fór 35:35 og má leiða lík­ur að því að ÍBV verði annað árið í röð það lið sem skor­ar flest mörk í deild­inni.

ÍR-ing­ar þurfa að reyna að jafna frammistöðu sína en það er erfitt að vera með mjög slæma frammistöðu í ein­um leik og mjög góða í þeim næsta yfir heilt tíma­bil.

Dag­ur Arn­ars­son skapaði ell­efu færi fyr­ir liðsfé­laga sína, flest þeirra dauðafæri en liðsfé­lag­ar hans nýttu tíu þeirra. Elm­ar Erl­ings­son átti þá sjö stoðsend­ing­ar en þeir fé­lag­ar stýrðu sókn­ar­leik ÍBV frá­bær­lega.

ÍBV 43:28 ÍR opna loka
Rúnar Kárason - 8
Nökkvi Snær Óðinsson - 6
Kári Kristján Kristjánsson - 6
Dánjal Ragnarsson - 6
Gabríel Martinez Róbertsson - 5
Elmar Erlingsson - 3
Dagur Arnarsson - 3
Sveinn Jose Rivera - 3
Svanur Páll Vilhjálmsson - 1
Ívar Bessi Viðarsson - 1
Sigtryggur Daði Rúnarsson - 1
Mörk 8 - Viktor Sigurðsson
6 - Dagur Sverrir Kristjánsson
5 / 3 - Arnar Freyr Guðmundsson
3 / 1 - Sveinn Brynjar Agnarsson
3 - Róbert Snær Örvarsson
2 - Eyþór Ari Waage
1 - Friðrik Hólm Jónsson
Petar Jokanovic - 18
Jóhannes Esra Ingólfsson - 3
Varin skot 7 - Ólafur Rafn Gíslason
3 / 1 - Rökkvi Pacheco Steinunnarson

6 Mín

Brottvísanir

6 Mín

mín.
60 Leik lokið
Öruggur 15 marka sigur ÍBV.
60 Sveinn Brynjar Agnarsson (ÍR) skýtur yfir
Úr aukakasti eftir að leiktíminn var úti.
60 43 : 28 - Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
Sjötta mark hans.
60 ÍR tapar boltanum
59 42 : 28 - Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
Spilar einn-tveir við Elmar og kemst í dauðafæri.
59 ÍR tapar boltanum
59 Rökkvi Pacheco Steinunnarson (ÍR) varði skot
Varamarkverðirnir með alvöru leiki.
58 Rökkvi Pacheco Steinunnarson (ÍR) varði skot
58 Jóhannes Esra Ingólfsson (ÍBV) varði skot
58 41 : 28 - Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
58 ÍR tapar boltanum
57 ÍBV tapar boltanum
57 Jóhannes Esra Ingólfsson (ÍBV) varði skot
57 40 : 28 - Ívar Bessi Viðarsson (ÍBV) skoraði mark
56 Rúnar Kárason (ÍBV) skýtur yfir
55 ÍBV (ÍBV) gult spjald
Erlingur fær spjald.
55 39 : 28 - Sveinn Brynjar Agnarsson (ÍR) skorar úr víti
55 Andri Freyr Ármannsson (ÍR) fiskar víti
54 Rökkvi Pacheco Steinunnarson (ÍR) ver víti
Fyrsta víti Eyjamanna, það ver Rökkvi!
54 Elmar Erlingsson (ÍBV) fiskar víti
53 Jóhannes Esra Ingólfsson (ÍBV) varði skot
Kominn inn í sínum fyrsta leik og ver fyrsta skotið.
53 ÍBV tapar boltanum
52 ÍR tapar boltanum
52 39 : 27 - Svanur Páll Vilhjálmsson (ÍBV) skoraði mark
52 ÍR tapar boltanum
51 38 : 27 - Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
51 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
51 Textalýsing
Rökkvi mætir í markið og fær síðustu 10.
50 ÍBV tapar boltanum
49 37 : 27 - Dagur Sverrir Kristjánsson (ÍR) skoraði mark
49 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
49 ÍBV tapar boltanum
49 ÍR tapar boltanum
49 37 : 26 - Rúnar Kárason (ÍBV) skoraði mark
48 Róbert Snær Örvarsson (ÍR) skýtur framhjá
48 36 : 26 - Elmar Erlingsson (ÍBV) skoraði mark
Kominn með þrjú mörk.
48 Svanur Páll Vilhjálmsson (ÍBV) fékk 2 mínútur
48 35 : 26 - Róbert Snær Örvarsson (ÍR) skoraði mark
47 ÍBV tapar boltanum
46 35 : 25 - Dagur Sverrir Kristjánsson (ÍR) skoraði mark
Þarna kom markið sem gestirnir hafa þurft að bíða eftir.
46 ÍR tekur leikhlé
Ekki gekk síðasta leikhlé vel, þá er bara að reyna aftur.
46 Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skýtur framhjá
46 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
46 35 : 24 - Elmar Erlingsson (ÍBV) skoraði mark
45 ÍR tapar boltanum
Elmar fær ruðning á gestina.
45 34 : 24 - Sveinn Jose Rivera (ÍBV) skoraði mark
Sveinn og Elmar vinna áfram vel saman.
44 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Ver frá Friðriki.
44 Sigtryggur Daði Rúnarsson (ÍBV) fékk 2 mínútur
Sigtryggur fór í andlitið á Degi þarna, klárt mál.
43 33 : 24 - Sveinn Jose Rivera (ÍBV) skoraði mark
Flott sending frá Elmari.
43 ÍR tapar boltanum
Ruðningur á Svein.
43 32 : 24 - Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
Skorar úr horninu.
42 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Ver eftir að vörnin tók mestan kraftinn úr skotinu.
42 ÍR tekur leikhlé
Bjarni með leikhlé núna, sjö mörkum undir og kannski með eitthvað ráð til að minnka muninn og búa til leik á lokamínútunum.
41 31 : 24 - Rúnar Kárason (ÍBV) skoraði mark
41 30 : 24 - Sveinn Brynjar Agnarsson (ÍR) skoraði mark
Sveinn fljótur upp völlinn.
41 ÍBV tapar boltanum
41 Úlfur Gunnar Kjartansson (ÍR) fékk 2 mínútur
Braut á Elmari.
40 Viktor Sigurðsson (ÍR) á skot í slá
39 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
39 30 : 23 - Viktor Sigurðsson (ÍR) skoraði mark
38 30 : 22 - Rúnar Kárason (ÍBV) skoraði mark
Eyjamenn verið kærulausir og kastað boltanum yfir miðju í tvígang, hendur dómaranna komu því strax upp.
38 29 : 22 - Friðrik Hólm Jónsson (ÍR) skoraði mark
Skorar á móti sínu gamla félagi.
38 ÍBV tapar boltanum
37 29 : 21 - Arnar Freyr Guðmundsson (ÍR) skorar úr víti
Kominn með fimm mörk, þrjú af vítalínunni.
36 Sveinn Brynjar Agnarsson (ÍR) fiskar víti
36 ÍBV tapar boltanum
Lína á Dánjal þegar hann kom boltanum í markið.
36 29 : 20 - Dagur Sverrir Kristjánsson (ÍR) skoraði mark
Mikið skorað.
36 29 : 19 - Dánjal Ragnarsson (ÍBV) skoraði mark
35 28 : 19 - Arnar Freyr Guðmundsson (ÍR) skoraði mark
34 28 : 18 - Kári Kristján Kristjánsson (ÍBV) skoraði mark
Fær eiginlega aðeins of mikið pláss á línunni.
34 27 : 18 - Viktor Sigurðsson (ÍR) skoraði mark
Markahæstur á vellinum, sjö mörk úr níu skotum.
34 27 : 17 - Kári Kristján Kristjánsson (ÍBV) skoraði mark
Af línunni, hans fimmta mark í dag. Dánjal, Rúnar og Gabríel líka með fimm.
33 ÍR tapar boltanum
Ólögleg blokkering.
33 26 : 17 - Rúnar Kárason (ÍBV) skoraði mark
32 25 : 17 - Viktor Sigurðsson (ÍR) skoraði mark
32 25 : 16 - Dánjal Ragnarsson (ÍBV) skoraði mark
32 Úlfur Gunnar Kjartansson (ÍR) fékk 2 mínútur
31 24 : 16 - Viktor Sigurðsson (ÍR) skoraði mark
Labbar upp völlinn og bombar í skeytin.
31 24 : 15 - Dánjal Ragnarsson (ÍBV) skoraði mark
Fer vel utanvert.
31 Leikur hafinn
Eyjamenn hefja leik í seinni hálfleik.
30 Hálfleikur
Eyjamenn leiða með átta mörkum. Verið mun betri.
30 23 : 15 - Dagur Arnarsson (ÍBV) skoraði mark
Skorar úr aukakasti þegar tíminn er úti.
30 22 : 15 - Arnar Freyr Guðmundsson (ÍR) skorar úr víti
30 Rúnar Kárason (ÍBV) fékk 2 mínútur
Braut á Úlfi.
30 Úlfur Gunnar Kjartansson (ÍR) fiskar víti
30 ÍBV tapar boltanum
30 Hrannar Ingi Jóhannsson (ÍR) á skot í stöng
Fór framhjá Kára.
28 22 : 14 - Rúnar Kárason (ÍBV) skoraði mark
28 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Át Svein þarna.
28 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
Ver frá Kára á línunni.
27 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Ver frá Eyþóri.
27 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
Ver frá Dánjal.
27 21 : 14 - Eyþór Ari Waage (ÍR) skoraði mark
27 ÍBV tapar boltanum
27 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
26 21 : 13 - Rúnar Kárason (ÍBV) skoraði mark
26 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Ver frá Arnari.
26 20 : 13 - Dánjal Ragnarsson (ÍBV) skoraði mark
Fær ferðina Færeyingurinn.
26 19 : 13 - Arnar Freyr Guðmundsson (ÍR) skoraði mark
Af gólfinu.
25 19 : 12 - Dagur Arnarsson (ÍBV) skoraði mark
25 18 : 12 - Dagur Sverrir Kristjánsson (ÍR) skoraði mark
25 18 : 11 - Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
24 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Frábært færi hjá Sveini.
24 Dagur Arnarsson (ÍBV) á skot í stöng
Stöngin út hjá Degi.
23 17 : 11 - Eyþór Ari Waage (ÍR) skoraði mark
Gerir vel í horninu.
23 17 : 10 - Sveinn Jose Rivera (ÍBV) skoraði mark
Gerir vel af línunni, Dagur með stoðsendinguna.
22 Friðrik Hólm Jónsson (ÍR) fékk 2 mínútur
Kippir Dánjal niður í baráttu um boltann.
22 16 : 10 - Róbert Snær Örvarsson (ÍR) skoraði mark
Kemst í gegnum Dánjal eftir mjög snögga miðju.
22 16 : 9 - Elmar Erlingsson (ÍBV) skoraði mark
Labbar í gegn.
22 15 : 9 - Viktor Sigurðsson (ÍR) skoraði mark
Sterkur þarna.
21 15 : 8 - Dánjal Ragnarsson (ÍBV) skoraði mark
Snyrtilega afgreitt hjá Færeyingnum.
21 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Arnar tekur fínt færi utanvert en Petar ver.
20 14 : 8 - Dánjal Ragnarsson (ÍBV) skoraði mark
Gerir vel fyrir utan.
19 13 : 8 - Dagur Sverrir Kristjánsson (ÍR) skoraði mark
Labbar í gegn utanvert.
19 13 : 7 - Kári Kristján Kristjánsson (ÍBV) skoraði mark
Gerir vel af línunni eftir að Elmar fann hann.
19 12 : 7 - Viktor Sigurðsson (ÍR) skoraði mark
Frábærlega gert hjá Viktori. Labbaði framhjá vörninni.
18 ÍBV tapar boltanum
18 12 : 6 - Viktor Sigurðsson (ÍR) skoraði mark
Svarar um hæl.
18 12 : 5 - Dagur Arnarsson (ÍBV) skoraði mark
Að utan.
17 ÍBV tekur leikhlé
Eyjamenn með leikhlé sex mörkum yfir, ekki sáttir með eitthvað.
17 11 : 5 - Dagur Sverrir Kristjánsson (ÍR) skoraði mark
Skorar úr dauðafæri af línunni.
17 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
Ver frá Kára eftir að Elmar fann hann með góðri sendingu.
16 11 : 4 - Arnar Freyr Guðmundsson (ÍR) skorar úr víti
Þá er markið komið! Gott víti þarna.
15 Dagur Sverrir Kristjánsson (ÍR) fiskar víti
Tók frákast af sínu eigin skoti og fær aftur víti.
15 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
15 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
15 ÍR tapar boltanum
14 11 : 3 - Gabríel Martinez Róbertsson (ÍBV) skoraði mark
Annað hraðaupphlaup.
14 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Ver frá Friðriki úr dauðafæri.
14 10 : 3 - Gabríel Martinez Róbertsson (ÍBV) skoraði mark
Hratt upphlaup.
14 Róbert Snær Örvarsson (ÍR) á skot í stöng
14 9 : 3 - Rúnar Kárason (ÍBV) skoraði mark
Fast skot sem Ólafur ræður ekki við.
13 Arnar Freyr Guðmundsson (ÍR) brennir af víti
Gengur lítið hjá fyrirliðanum í dag. Sex skot og ekkert mark.
13 Dagur Sverrir Kristjánsson (ÍR) fiskar víti
Sótti af krafti eftir hraða miðju, Janus brotlegur.
13 8 : 3 - Sigtryggur Daði Rúnarsson (ÍBV) skoraði mark
Meiddist áðan en er staðinn upp.
12 Viktor Sigurðsson (ÍR) á skot í slá
Spólar framhjá allri vörninni en boltinn í slá og út.
12 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
12 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
11 Dagur Sverrir Kristjánsson (ÍR) skýtur framhjá
Af vörninni.
11 Rúnar Kárason (ÍBV) gult spjald
10 7 : 3 - Kári Kristján Kristjánsson (ÍBV) skoraði mark
9 6 : 3 - Róbert Snær Örvarsson (ÍR) skoraði mark
9 Janus Dam Djurhuus (ÍBV) skýtur framhjá
Skrúfar boltann framhjá.
9 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Ver frá Arnari.
9 6 : 2 - Rúnar Kárason (ÍBV) skoraði mark
Fast var það.
8 5 : 2 - Sveinn Brynjar Agnarsson (ÍR) skoraði mark
Úr horninu.
8 5 : 1 - Gabríel Martinez Róbertsson (ÍBV) skoraði mark
Úr hraðaupphlaupi.
8 ÍR tapar boltanum
8 Ólafur Rafn Gíslason (ÍR) varði skot
Ver sitt fyrsta skot í dag, hann þarf að verja mikið í dag ætli gestirnir sér sigur.
7 4 : 1 - Viktor Sigurðsson (ÍR) skoraði mark
Flott skot á milli varnarmanna ÍBV!
7 Arnar Freyr Guðmundsson (ÍR) skýtur framhjá
Enn ver vörn Eyjamanna skotið.
6 ÍR tekur leikhlé
ÍR-ingar hafa væntanlega ætlað að koma Eyjamönnum í opna skjöldu snemma leiks líkt og gegn Haukum en það hefur ekki gengið hingað til.
6 4 : 0 - Kári Kristján Kristjánsson (ÍBV) skoraði mark
Dagur með aðra stoðsendingu, Kári aleinn á línunni.
6 Arnar Freyr Guðmundsson (ÍR) skýtur yfir
Sóknirnar hjá ÍR eru ekki langar en þeir finna allavega skot í þeim öllum. Skotin eru ekki að rata inn eins og er.
5 3 : 0 - Gabríel Martinez Róbertsson (ÍBV) skoraði mark
Rúnar galopnar hornið fyrir Gabríel.
5 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Ver vel í upphafi leiks.
4 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Ver frá Sveini Brynjari sem fór inn úr frekar þröngu færi í horninu.
4 2 : 0 - Kári Kristján Kristjánsson (ÍBV) skoraði mark
Kári finnur svæði á milli þristanna í vörn gestanna. Dagur með aðra stoðsendingu.
3 Arnar Freyr Guðmundsson (ÍR) á skot í stöng
Stöngin út hjá Arnari.
2 Viktor Sigurðsson (ÍR) skýtur framhjá
Skot af vörninni og framhjá.
2 1 : 0 - Gabríel Martinez Róbertsson (ÍBV) skoraði mark
Rúnar missti boltann í Úlf og þaðan fór boltinn til Dags. Dagur nýtti sér að skipulag gestanna var í rugli og fann Gabríel í horninu.
1 Sigtryggur Daði Rúnarsson (ÍBV) skýtur framhjá
Vörn gestanna stendur vel og ver þetta skot framhjá markinu, hornkast.
1 Petar Jokanovic (ÍBV) varði skot
Arnar Freyr er ekki lengi að hlaða í skot að utan.
1 Leikur hafinn
ÍR-ingar hefja leik í sínum bláu búningum og sækja í átt að Eldfelli.
0 Textalýsing
ÍR-ingar unnu frækinn sigur á Haukum er þeir vígðu nýjan leikvöll sinn í Breiðholtinu. Það átti sirka enginn von á sigri en ÍR-ingarnir keyrðu yfir Haukana, sem margir spá góðu gengi.
0 Textalýsing
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik ÍBV og ÍR í Olísdeild karla.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Magnús Kári Jónsson og Ómar Örn Jónsson.

Gangur leiksins: 3:0, 7:3, 11:3, 14:8, 19:12, 23:15, 28:19, 30:23, 34:24, 37:27, 39:28, 43:28.

Lýsandi: Guðmundur Tómas Sigfússon

Völlur: Vestmannaeyjar

ÍBV: Petar Jokanovic (M), Einar Þór Jónsson (M), Jóhannes Esra Ingólfsson (M). Rúnar Kárason, Dagur Arnarsson, Dánjal Ragnarsson, Ísak Rafnsson, Svanur Páll Vilhjálmsson, Gabríel Martinez Róbertsson, Ívar Bessi Viðarsson, Janus Dam Djurhuus, Sveinn Jose Rivera, Nökkvi Snær Óðinsson, Sigtryggur Daði Rúnarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Elmar Erlingsson.

ÍR: Ólafur Rafn Gíslason (M), Rökkvi Pacheco Steinunnarson (M). Bjarki Steinn Þórisson, Viktor Sigurðsson, Dagur Sverrir Kristjánsson, Arnar Freyr Guðmundsson, Eyþór Ari Waage, Hrannar Ingi Jóhannsson, Bergþór Róbertsson, Andri Freyr Ármannsson, Viktor Freyr Viðarsson, Sveinn Brynjar Agnarsson, Úlfur Gunnar Kjartansson, Róbert Snær Örvarsson, Markús Björnsson, Friðrik Hólm Jónsson.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert