Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR-inga, var óánægður með varnarleik sinna manna í kvöld er liðið fékk á sig 43 mörk í tapi í Vestmannaeyjum. Liðið skoraði 28 mörk, sem verður að teljast ágætt en varnarleikur liðsins var ekki á pari.
„Við vorum ekki alveg nógu tilbúnir í byrjun, við vorum ekki alveg nógu grimmir. Það vantaði ákefð, grimmd, trú og hjarta í verkefnið. Eyjaliðið náði ágætis forskoti strax en svo náðum við að veita þeim ágætis samkeppni og fórum illa með dauðafærin. Ég var ekki óánægður með sóknarleikinn og keyrslan var stórkostleg á köflum, varnarleikurinn var mjög lélegur, við áttum í svakalegum erfiðleikum með Rúnar og Kára, þeir voru að dominera okkur algjörlega þar.“
Er eitthvað sem Bjarni hefði vilja breyta í því hvernig ÍR-ingar mættu í þennan leik eða er munurinn á liðunum svona mikill?
„Alls ekki, eða ég veit það ekki, ég er ekkert að pæla í því. Planið okkar er mjög skýrt, við erum að halda áfram að bæta það, ég hefði ekki viljað breyta um vörn, ég hefði ekki viljað gera neitt öðruvísi. Ég hefði viljað að við værum með meiri ákefð og að við værum að nýta færin aðeins betur, til að hanga lengur í þeim. Þegar það mætast svona sterkt lið og svo fyrirfram veikari andstæðingur, því lengur sem þú nærð að vera inni í leiknum, því meiri líkur á að þeir upplifi smá stress. Leikurinn var því miður góður fyrir þá eiginlega allan tímann.“
ÍR-ingar hófu síðasta leik virkilega vel á móti Haukum og komu þeim í opna skjöldu strax í upphafi leiks, það voru þó Eyjamenn sem byrjuðu leik kvöldsins vel og slökktu aðeins í sjálfstrausti gestanna.
„Í raun og veru fannst mér varnarleikurinn ekki nógu góður í dag, það vantaði ákefðina í byrjun sem kemur mjög fljótlega, þá náum við aðeins að klóra í þetta. En í rauninni var varnarleikurinn það lélegur allan leikinn að við eigum ekki séns. Það vantaði ákefð en það vantaði líka bara gæði, við þurfum að vera betri.“
Hver eru markmiðin hjá hópnum fyrir tímabilið? „Það er bara að mæta á æfingu á morgun og bæta sig, það er það eina sem við erum að hugsa.“
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |