Það vantaði ákefð og líka gæði

Bjarni Fritzson kemur skilaboðum áleiðis í kvöld.
Bjarni Fritzson kemur skilaboðum áleiðis í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Bjarni Fritz­son, þjálf­ari ÍR-inga, var óánægður með varn­ar­leik sinna manna í kvöld er liðið fékk á sig 43 mörk í tapi í Vest­manna­eyj­um. Liðið skoraði 28 mörk, sem verður að telj­ast ágætt en varn­ar­leik­ur liðsins var ekki á pari.

„Við vor­um ekki al­veg nógu til­bún­ir í byrj­un, við vor­um ekki al­veg nógu grimm­ir. Það vantaði ákefð, grimmd, trú og hjarta í verk­efnið. Eyjaliðið náði ágæt­is for­skoti strax en svo náðum við að veita þeim ágæt­is sam­keppni og fór­um illa með dauðafær­in. Ég var ekki óánægður með sókn­ar­leik­inn og keyrsl­an var stór­kost­leg á köfl­um, varn­ar­leik­ur­inn var mjög lé­leg­ur, við átt­um í svaka­leg­um erfiðleik­um með Rún­ar og Kára, þeir voru að dom­inera okk­ur al­gjör­lega þar.“

Er eitt­hvað sem Bjarni hefði vilja breyta í því hvernig ÍR-ing­ar mættu í þenn­an leik eða er mun­ur­inn á liðunum svona mik­ill?

„Alls ekki, eða ég veit það ekki, ég er ekk­ert að pæla í því. Planið okk­ar er mjög skýrt, við erum að halda áfram að bæta það, ég hefði ekki viljað breyta um vörn, ég hefði ekki viljað gera neitt öðru­vísi. Ég hefði viljað að við vær­um með meiri ákefð og að við vær­um að nýta fær­in aðeins bet­ur, til að hanga leng­ur í þeim. Þegar það mæt­ast svona sterkt lið og svo fyr­ir­fram veik­ari and­stæðing­ur, því leng­ur sem þú nærð að vera inni í leikn­um, því meiri lík­ur á að þeir upp­lifi smá stress. Leik­ur­inn var því miður góður fyr­ir þá eig­in­lega all­an tím­ann.“

ÍR-ing­ar hófu síðasta leik virki­lega vel á móti Hauk­um og komu þeim í opna skjöldu strax í upp­hafi leiks, það voru þó Eyja­menn sem byrjuðu leik kvölds­ins vel og slökktu aðeins í sjálfs­trausti gest­anna.

„Í raun og veru fannst mér varn­ar­leik­ur­inn ekki nógu góður í dag, það vantaði ákefðina í byrj­un sem kem­ur mjög fljót­lega, þá náum við aðeins að klóra í þetta. En í raun­inni var varn­ar­leik­ur­inn það lé­leg­ur all­an leik­inn að við eig­um ekki séns. Það vantaði ákefð en það vantaði líka bara gæði, við þurf­um að vera betri.“

Hver eru mark­miðin hjá hópn­um fyr­ir tíma­bilið? „Það er bara að mæta á æf­ingu á morg­un og bæta sig, það er það eina sem við erum að hugsa.“

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert