Meistararnir einir á toppnum

Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur FH-inga í kvöld.
Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur FH-inga í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkj­andi Íslands- og bikar­meist­ar­ar Vals unnu sterk­an 33:28-útisig­ur á FH í 3. um­ferð Olís­deild­ar karla í hanknatt­leik í Kaplakrika í kvöld.

Val­ur var með 17:15-for­ystu og lengi vel var áfram mikið jafn­ræði með liðunum í síðari hálfleikn­um.

Þegar síðari hálfleik­ur var um það bil hálfnaður óx Vals­mönn­um hins veg­ar ásmeg­in og náði liðið mest sjö marka for­ystu, 31:24 og 32:25, þegar skammt var eft­ir af leikn­um.

FH klóraði aðeins í bakk­ann en niðurstaðan góður fimm marka sig­ur Vals.

Val­ur er þar með eina liðið með fullt hús stiga, 6 stig, á toppi deild­ar­inn­ar að lokn­um þrem­ur leikj­um.

Arn­ór Snær Óskars­son var marka­hæst­ur Vals­manna með sjö mörk og skammt und­an var bróðir hans Bene­dikt Gunn­ar með sex mörk.

Björg­vin Páll Gúst­avs­son varði 14 skot í marki Vals.

Marka­hæst­ur í liði FH var Jakob Mart­in Ásgeirs­son með sex mörk og þar á eft­ir kom Ásbjörn Friðriks­son með fimm mörk.

Phil Döhler varði 13 skot í marki FH.

Mörk FH: Jakob Mart­in Ásgeirs­son 6, Ásbjörn Friðriks­son 5, Jón Bjarni Ólafs­son 4, Leon­h­arð Þor­geir Harðar­son 4, Birg­ir Már Birg­is­son 4,  Eg­ill Magnús­son 2, Ein­ar Bragi Aðal­steins­son 2, Jó­hann­es Berg Andra­son 1.

Var­in skot: Phil Döhler 13, Axel Hreinn Hilm­is­son 2.

Mörk Vals: Arn­ór Snær Óskars­son 7, Bene­dikt Gunn­ar Óskars­son 6, Sti­ven Tob­ar Valencia 5, Magnús Óli Magnús­son 4, Tjörvi Týr Gísla­son 3, Finn­ur Ingi Stef­áns­son 3, Ró­bert Aron Hostert 2, Þorgils Jón Svölu Bald­urs­son 2, Agn­ar Smári Jóns­son 1.

Var­in skot: Björg­vin Páll Gúst­avs­son 14.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka