Íslandsmeistararnir kjöldrógu HK

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Fram.
Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Fram. mbl.is/Hákon Pálsson

Ríkj­andi Íslands­meist­ar­ar Fram unnu sann­kallaðan stór­sig­ur, 39:14, gegn HK þegar liðin mætt­ust í úr­vals­deild kvenna í hand­knatt­leik, Olís­deild­inni, í Úlfarsár­dal í dag.

Yf­ir­burðir Fram voru al­ger­ir enda leiddu heima­kon­ur með 11 mörk­um, 18:7, í leik­hléi, og juku enn á kval­ir gest­anna í síðari hálfleikn­um.

Fram er eft­ir sig­ur­inn í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 2 stig að lokn­um tveim­ur leikj­um.

Perla Ruth Al­berts­dótt­ir átti magnaðan leik og skoraði 12 mörk fyr­ir Fram úr 13 skot­um. Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir skoraði þá sjö mörk og Stein­unn Björns­dótt­ir sex.

Haf­dís Renötu­dótt­ir átti sömu­leiðis ótrú­leg­an leik í marki Fram og varði 15 skot af þeim 27 sem hún fékk á sig, sem ger­ir 55,6 pró­sent markvörslu.

Marka­hæst­ar í liði HK voru Berg­lind Þor­steins­dótt­ir og Embla Stein­dórs­dótt­ir, báðar með fjög­ur mörk.

Mörk Fram: Perla Ruth Al­berts­dótt­ir 12, Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir 7, Stein­unn Björns­dótt­ir 6, Tinna Val­gerður Gísla­dótt­ir 3, Daðey Ásta Hálf­dáns­dótt­ir 3, Harpa María Friðgeirs­dótt­ir 2, Sól­dís Rós Ragn­ars­dótt­ir 2, Dag­mar Guðrún Páls­dótt­ir, Val­gerður Arn­alds 1, Erna Guðlaug Gunn­ars­dótt­ir 1.

Var­in skot: Haf­dís Renötu­dótt­ir 15, Soffía Stein­gríms­dótt­ir 1.

Mörk HK: Berg­lind Þor­steins­dótt­ir 4, Embla Stein­dórs­dótt­ir 4, Sara Katrín Gunn­ars­dótt­ir 3, Sól­ey Ívars­dótt­ir 2, Alfa Brá Hagalín 1.

Var­in skot: Mar­grét Ýr Björns­dótt­ir 3, Et­hel Gyða Bjarna­sen 2.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert