Stjarnan á toppnum eftir sigur í Eyjum

Stjörnukonur fagna sigrinum í dag.
Stjörnukonur fagna sigrinum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Stjarn­an vann sterk­an 24:22-sig­ur á ÍBV þegar liðin mætt­ust í 2. um­ferð Olís­deild­ar kvenna í hand­knatt­leik í Vest­manna­eyj­um í dag og hélt þar með topp­sæti deild­ar­inn­ar.

ÍBV hóf leik­inn bet­ur og var með for­ystu stærst­an hluta fyrri hálfleiks. Mest náðu heima­kon­ur fjög­urra marka for­ystu, 12:8, en frá­bær enda­sprett­ur Stjörn­unn­ar sá til þess að staðan var jöfn í leik­hléi, 12:12.

Í upp­hafi síðari hálfleiks komst Stjarn­an yfir í fyrsta skipti í leikn­um með því að skora fyrsta mark hálfleiks­ins.

Eft­ir að ÍBV jafnaði met­in í 15:15 hóf Stjarn­an að sigla ögn fram úr og náði mest fjög­urra marka for­ystu, 22:18, þegar tæp­ar sjö mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um.

ÍBV reyndi hvað það gat til þess að koma sér aft­ur al­menni­lega inn í leik­inn en náði mest að minnka mun­inn niður í tvö mörk og reynd­ist tveggja marka sig­ur Stjörn­unn­ar niðurstaðan.

Stjarn­an er því áfram með fullt hús stiga, 4 stig, á toppi deild­ar­inn­ar að lokn­um tveim­ur leikj­um. ÍBV er í fimmta sæti með 2 stig.

Helena Rut Örvars­dótt­ir var marka­hæst í leikn­um með níu mörk og rétt á eft­ir henni var Lena Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir með átta mörk.

Darija Zecevic átt frá­bær­an leik í marki Stjörn­unn­ar og varði 14 skot af þeim 36 sem hún fékk á sig, sem er rétt tæp­lega 39 pró­sent markvarsla.

Marka­hæst í liði ÍBV var Ásta Björt Júlí­us­dótt­ir með sjö mörk.

Mörk ÍBV: Ásta Björt Júlí­us­dótt­ir 7, Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir 4, Sunna Jóns­dótt­ir, Elísa Elías­dótt­ir 3, Harpa Valey Gylfa­dóttr 2, Birna Berg Har­alds­dótt­ir 2, Marija Jovanovic 1.

Var­in skot: Marta Wawrzy­kowska 8, Dröfn Har­alds­dótt­ir 1.

Mörk Stjörn­unn­ar: Helena Rut Örvars­dótt­ir 9, Lena Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir 8, Eva Björk Davíðsdótt­ir 4, Brit­ney Cots 2, Anna Kar­en Hans­dótt­ir 1.

Var­in skot: Darija Zecevic 14.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert