Valur ekki í vandræðum með nýliðana

Sara Sif Helgadóttir var með 50 prósent markvörslu í dag.
Sara Sif Helgadóttir var með 50 prósent markvörslu í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Val­ur vann ör­ugg­an 27:18-sig­ur á nýliðum Sel­foss þegar liðin mætt­ust í 2. um­ferð Olís­deild­ar kvenna í hand­knatt­leik á Sel­fossi í dag og tyllti sér þar með á topp deild­ar­inn­ar.

Jafn­ræði var með liðunum stærst­an hluta fyrri hálfleiks en eft­ir að Sel­foss minnkaði mun­inn niður í 9:7 skoraði Val­ur fjög­ur mörk í röð og herti enn tök­in und­ir lok hálfleiks­ins.

Staðan í leik­hléi 14:8, Valskon­um í vil.

Í síðari hálfleik gengu gest­irn­ir enn frek­ar á lagið og unnu að lok­um þægi­leg­an níu marka sig­ur.

Með sigr­in­um fer Val­ur upp fyr­ir Stjörn­una á topp deild­ar­inn­ar þar sem liðið er með 4 stig að lokn­um tveim­ur leikj­um, líkt og Stjarn­an.

Roberta Ivanauskaité fór á kost­um í liði Sel­foss og skoraði 11 mörk, eða 61 pró­sent af mörk­um liðsins.

Cornelia Herm­ans­son varði þá 11 skot í marki liðsins og var með tæp­lega 29 pró­sent markvörslu.

Marka­hæst í liði Vals var Elís Rósa Magnús­dótt­ir með sex mörk.

Sara Sif Helga­dótt­ir fór á kost­um marki liðsins þar sem hún varði 12 skot af þeim 24 sem hún fékk á sig og var því með 50 pró­sent markvörslu.

Mörk Sel­foss: Roberta Ivanauskaité 11, Katla María Magnús­dótt­ir 4, Rakel Guðjóns­dótt­ir 2, El­ín­borg Katla Þor­björns­dótt­ir 1.

Var­in skot: Cornelia Herm­ans­son 11

Mörk Vals: Elín Rósa Magnús­dótt­ir 6, Lilja Ágústs­dótt­ir 3, Sara Dögg Hjalta­dótt­ir 3, Auður Ester Gests­dótt­ir 3, Hild­ur Björns­dótt­ir 3, Sig­ríður Hauks­dótt­ir 2, Brynja Katrín Bene­dikts­dótt­ir 2, Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir 2, Mariam Era­dze 2, Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir 1.

Var­in skot: Sara Sif Helga­dótt­ir 12.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert