Íslendingar í eldlínunni í Evrópu

Guðmundur Þ. Guðmundsson.
Guðmundur Þ. Guðmundsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ein­ar Þor­steinn Ólafs­son, hand­knatts­leikmaður­inn ungi, og Guðmund­ur Guðmunds­son, þjálf­ari, fengu báðir brott­vís­un er Fredericia beið 28:34 ósig­ur gegn GOG á heima­velli í dönsku 1. deild karla í hand­bolta í dag.

Ein­ar lauk leik með eina stoðsend­ingu en fékk tvisvar sinn­um tveggja mín­útna brott­vís­un. Fredericia er í 8. sæti deild­ar­inn­ar með fimm stig eft­ir fimm leiki. GOG sit­ur á toppn­um með 10 stig.

Sveinn Andri Sveins­son og Hafþór Vign­is­son voru í tapliði í úkraínsku 1. deild­inni, en þeirra menn í Empor Rostock töpuðu 27:24 fyr­ir Motor Za­poroz­hye á úti­velli. Hafþór lagði upp eitt mark fyr­ir sína menn.

Var þetta fjórði tap­leik­ur gest­anna í jafn­mörg­um leikj­um á tíma­bil­inu en jafn­framt fyrsti sig­ur heima­manna. Liðin eru bæði í fallsæt­um í 18. og 19. sæti.

Rakel Sara Elvars­dótt­ir, Dana Björg Guðmunds­dótt­ir og Katrín Tinna Jens­dótt­ir léku all­ar með Volda sem tapaði naum­lega, 22:21, gegn Aker á úti­velli í norsku 1. deild­inni.

Rakel Sara skoraði þrjú mörk og Dana eitt. Hall­dór Stefán Har­alds­son er þjálf­ari Volda sem hef­ur unnið einn og tapað þrem­ur af fyrstu fjór­um leikj­um sín­um í deild­inni og sit­ur í 10. sæti með tvö stig.

Elías Már Hall­dórs­son og læri­svein­ar hans í Frederikstad unnu 34:29 út­sig­ur á Byå­sen í sömu deild. Al­ex­andra Líf Arn­ars­dótt­ir leik­ur með Frederikstad en var ekki með í dag. Liðið er í þriðja sæti með fjög­ur stig eft­ir fjóra leiki.

Þá töpuðu Örn Ve­steins­son Östen­berg og liðsfé­lag­ar hans í Hasl­um fyr­ir Ar­en­dal, 36:27, í sömu deild. Örn skoraði eitt mark í leikn­um.

Hasl­um er í tí­unda sæti með einn sig­ur og þrjú töp í fjór­um leikj­um.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert