KA/Þór vann spennuleik gegn Haukum

Rósa Kristín Kemp skýtur að marki KA/Þórs í dag.
Rósa Kristín Kemp skýtur að marki KA/Þórs í dag. Ljósmynd/Jón Óskar Ísleifsson

KA/Þ​ór vann sinn fyrsta leik í Olís­deild kvenna í hand­bolta á tíma­bil­inu er liðið lagði Hauka á heima­velli sín­um í dag, 26:25. Anna Þyrí Hall­dórs­dótt­ir tryggði heima­kon­um sig­ur­inn með 26. marki liðsins skömmu fyr­ir leiks­lok.

Mikið jafn­ræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var það viðeig­andi að staðan var hníf­jöfn í hálfleik, 10:10. Þór/​KA byrjaði seinni hálfleik­inn bet­ur og var staðan 18:14 þegar tæp­ar 20 mín­út­ur voru eft­ir.

Hauk­ar neituðu hins veg­ar að gef­ast upp og munaði aðeins einu marki þegar tíu mín­út­ur voru eft­ir, 21:20. Eft­ir mikla spennu hélt Þór/​KA þó út og fagnaði sín­um fyrsta sigri á leiktíðinni, en Hauk­ar eru án stiga eft­ir tvo leiki.

Mörk KA/Þ​órs: Lydía Gunnþórs­dótt­ir 5, Rut Jóns­dótt­ir 5, Krist­ín Aðal­heiður Jó­hanns­dótt­ir 4, Anna Þyrí Hall­dórs­dótt­ir 3, Hrafn­hild­ur Irma Jóns­dótt­ir 2, Katrín Vil­hjálms­dótt­ir 1, Júlía Björns­dótt­ir 1, Hulda Bryn­dís Tryggva­dótt­ir 1.

Var­in skot: Matea Lonac 20.

Mörk Hauka: Elín Klara Þor­kels­dótt­ir 9, Lara Zi­dek 4, Berg­lind Bene­dikts­dótt­ir 3, Birta Lind Jó­hanns­dótt­ir 3, Rakel Odd­ný Guðmunds­dótt­ir 2, Ragn­heiður Ragn­ars­dótt­ir 1, Nata­sja Hammer 1, Rósa Krist­ín Kemp 1, Ragn­heiður Sveins­dótt­ir 1.

Var­in skot: Mar­grét Ein­ars­dótt­ir 10.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert