Ein sú besta ekki með í vetur

Karen Knútsdóttir verður ekkert með Fram á tímabilinu.
Karen Knútsdóttir verður ekkert með Fram á tímabilinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Karen Knútsdóttir, ein besta handknattleikskona landsins, verður ekkert með Fram í vetur þar sem hún er ófrísk af sínu öðru barni. Staðfesti hún tíðindin á samfélagsmiðlum.

Leikstjórnandinn var einn besti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð og var að lokum valin besti leikmaður úrslitakeppninnar er Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

Karen missti lítið úr þegar hún eignaðist dóttur fyrir tveimur árum, þar sem tímabilið var meira og minna stopp vegna kórónuveirunnar, en nú missir hún af heilu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert