Framarar taplausir og FH án sigurs

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson kom mikið við sögu undir lokin í …
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson kom mikið við sögu undir lokin í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram­ar­ar eru áfram tap­laus­ir í úr­vals­deild karla í hand­knatt­leik og FH-ing­ar eru áfram án sig­urs eft­ir að liðin skildu jöfn, 25:25, í Kaplakrika í kvöld.

Fram­ar­ar eru með sex stig í öðru sæti deild­ar­inn­ar en FH-ing­ar gerðu sitt annað jafn­tefli og eru næst­neðstir í deild­inni með tvö stig.

Fram­ar­ar byrjuðu bet­ur og komust í 4:1 og síðan 8:4. FH-ing­um tókst að jafna í 10:10 en Fram svaraði um hæl og var þrem­ur mörk­um yfir í hálfleik, 14:11.

Fram­ar­ar voru áfram með for­yst­una fram í miðjan síðari hálfleik þegar FH náði að jafna, 19:19, og síðan aft­ur í 23:23. Und­ir­tök­in voru samt áfram Fram­ara en FH-ing­ar gáf­ust ekki upp og Leon­h­arð Þor­geir Harðar­son jafnaði fyr­ir FH, 25:25, þegar rúm mín­úta var eft­ir. 

Mikið gekk á í lok­in og Þor­steinn Gauti Hjálm­ars­son úr Fram fékk rauða spjaldið fyr­ir að skjóta í and­lit mót­herja úr aukakasti á síðustu sek­úndu.

Mörk FH: Leon­h­arð Þor­geir Harðar­son 6, Ásbjörn Friðriks­son 5, Jakob Mart­in Ásgeirs­son 4, Ein­ar Örn Sindra­son 4, Jón Bjarni Ólafs­son 2, Birg­ir Már Birg­is­son 2, Ein­ar Bragi Aðal­steins­son 1, Jó­hann­es Berg Andra­son 1.

Mörk Fram: Reyn­ir Þór Stef­áns­son 6, Þor­steinn Gauti Hjálm­ars­son 4, Mar­ko Coric 3, Ólaf­ur Brim Stef­áns­son 3, Stefán Darri Þórs­son 2, Ívar Logi Styrmis­son 2, Luka Vukicevic 2, Al­ex­and­er Már Egan 1, Þor­vald­ur Tryggva­son 1, Stefán Orri Arn­alds 1.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert