Hefðum þurft meiri gæði til að vinna

Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA.
Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Jónatan Magnús­son, þjálf­ari KA, var von­svik­inn eft­ir 26:18-tap gegn Val á Hlíðar­enda í Olís deild karla í hand­bolta í kvöld.

„Með betri leik og aðeins meiri skyn­semi hefðum við getað verið miklu nær þessu. Þetta var ekk­ert fal­leg­ur hand­bolti í fyrri hálfleik en mér fannst mæta Völs­ur­un­um í bar­átt­unni og það var erfitt fyr­ir bæði lið að skora. Við viss­um að það þyrfti að mæta þeim af krafti.

Það eru þrjú eða fjög­ur brot sem ég er spennt­ur að sjá aft­ur, þegar það var farið í Ein­ar Birgi, Skarp­héðinn og í and­litið á Ein­ari Rafni. Kannski er ekk­ert að þessu en mér fannst alla­vega ekk­ert verið að auðvelda okk­ur lífið sem var þó erfitt fyr­ir. Mér fannst þetta fast en kannski voru 2 mín­út­ur bara rétt. Svo nýt­um við nátt­úr­lega yf­ir­töl­una okk­ar mjög illa og það var part­ur af því sem gekk illa. 

Ég var svekkt­ur að vera ekki með betri stöðu í hálfleik. Við þraukuðum þrátt fyr­ir að vera í brasi sókn­ar­lega og staðan var 7:7, en svo skora þeir fjög­ur á okk­ur. Við hefðum þurft betri leik til að vinna, klár­lega en varn­ar­leik­ur­inn var mjög góður.“

Vörn KA gekk mjög vel framanaf en það sést best á því að Val­ur skor­ar„bara“ 26 mörk, þar sem mörg þeirra komu und­ir lok­in þegar leik­ur­inn var svo gott sem bú­inn. Sókn­ar­leik­ur­inn hins veg­ar gekk bölv­an­lega og var sér­stak­lega mikið um tapaða bolta.

„Við ætluðum að hanga á bolt­an­um og vera ekki að kasta hon­um frá okk­ur. Svo erum við að fara illa með dauðafæri úr horn­um og af línu sem hjálp­ar ekki þegar sókn­ar­leik­ur­inn er erfiður. Við hefðum þurft betri frammistöðu heilt yfir sókn­ar­lega og mögu­lega vor­um við þjálf­ar­arn­ir bara ekki að hitta á réttu taktík­ina. Þetta var ekki góður hand­bolta­leik­ur, það var mikið bar­ist og mér fannst við mæta þeim í því en við hefðum þurft meiri gæði til að vinna.“

KA er með þrjú stig eft­ir fjór­ar um­ferðir í deild­inni. Jónatan seg­ist þokka­lega sátt­ur með byrj­un­ina hjá sín­um mönn­um.

„Já, við erum bún­ir með Hauka og Val á úti­velli, ÍBV heima og Ísa­fjörð. Við hefðum klár­lega viljað vera með fleiri stig en ég sá eitt­hvað já­kvætt í öll­um leikj­un­um, í dag var það varn­ar­lega. Ég kvíði ekk­ert fram­hald­inu en næsti leik­ur verður gíf­ur­lega erfiður, ÍR heima þar sem stefn­an verður að kom­ast á sig­ur­braut aft­ur.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert