ÍR-ingar unnu 69 marka nýliðaslag

Viktor Sigurðsson skýtur að marki Harðar í kvöld en hann …
Viktor Sigurðsson skýtur að marki Harðar í kvöld en hann skoraði tíu mörk í leiknum. mbl.is/Eggert

ÍR hafði bet­ur gegn Herði frá Ísaf­irði þegar nýliðarn­ir tveir í úr­vals­deild karla í hand­knatt­leik mætt­ust í nýja íþrótta­húsi ÍR-inga við Skóg­ar­sel í kvöld en loka­töl­ur urðu 35:34 eft­ir hraðan og fjör­ug­an leik.

ÍR er þá með fjög­ur stig eft­ir fyrstu fjóra leik­ina en Harðar­menn sitja á botn­in­um og hafa tapað öll­um sín­um þrem­ur leikj­um. Þrír nýir Bras­il­íu­menn sem komu til Ísfirðinga í vik­unni voru ekki með í leikn­um.

ÍR-ing­ar komust í 5:1 á fyrstu fimm mín­út­un­um og þeir voru yfir all­an fyrri hálfleik­inn. Lengi vel munaði fjór­um til fimm mörk­um á liðunum en Hörður minnkaði mun­inn í 15:14 eft­ir 23 mín­út­ur. ÍR komst aft­ur fjór­um mörk­um yfir og staðan var 19:16 í hálfleik.

ÍR-ing­ar héldu síðan þriggja til fjög­urra marka for­skoti nán­ast all­an síðari hálfleik­inn og voru komn­ir í 35:31 þegar hálf önn­ur mín­úta var eft­ir. Ísfirðing­ar skoruðu hins veg­ar þrjú síðustu mörk leiks­ins.

Ólaf­ur Rafn Gísla­son átti stór­leik í marki ÍR og varði 20 skot þrátt fyr­ir að liðið fengi á sig 34 mörk.

Mörk ÍR: Vikt­or Sig­urðsson 10, Arn­ar Freyr Guðmunds­son 9, Dag­ur Sverr­ir Kristjáns­son 4, Sveinn Brynj­ar Agn­ars­son 4, Úlfur Gunn­ar Kjart­ans­son 3, Friðrik Hólm Jóns­son 3, Hrann­ar Ingi Jó­hanns­son 2.

Mörk Harðar: Mikel Amili­bia 6, Sug­uru Hikawa 6 Endijs Ku­sners 5, Daní­el Wale Adeleye 4, Jón Ómar Gísla­son 3, Noel Virgil Bar­dou 3, Ásgeir Óli Kristjáns­son 2, Óli Björn Vil­hjálms­son 2, Tadeo Ulises 2, Victor Manu­el It­urr­ino 1.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka