Stórleikur á Hlíðarenda – nýliðaslagur í Breiðholti

Finnur Ingi Stefánsson skýtur að marki KA í Meistarakeppni HSÍ …
Finnur Ingi Stefánsson skýtur að marki KA í Meistarakeppni HSÍ í byrjun mánaðar. mbl.is/Óttar Geirsson

Fimm leik­ir eru á dag­skrá í Olís­deild karla í hand­bolta í kvöld er fjórða um­ferðin fer af stað.

Stór­leik­ur kvölds­ins fer fram á Hlíðar­enda en þar mæt­ast Val­ur og KA. Liðin mætt­ust í bikar­úr­slit­um á síðustu leiktíð og í Meist­ara­keppni HSÍ í byrj­un mánaðar og vann Val­ur í bæði skipt­in. Val­ur hef­ur farið vel af stað og er með fullt hús stiga eft­ir þrjá leiki. KA er með þrjú stig.

Hörður frá Ísaf­irði freist­ar þess að fá sín fyrstu stig í efstu deild frá upp­hafi er liðið heim­sæk­ir ÍR í Breiðholtið í nýliðaslag. ÍR er með tvö stig en Hörður er eina liðið sem er án stiga.

Fram, sem hef­ur farið vel af stað og er í öðru sæti með fimm stig, mæt­ir FH í Kaplakrika. Byrj­un FH-inga hef­ur verið erfið, því liðið er í næst­neðsta sæti með aðeins eitt stig.

ÍBV og Sel­foss mæt­ast í suður­lands­slag á Sel­fossi. ÍBV er tap­laust og með þrjú stig eft­ir tvo leiki en Sel­foss er með tvö stig eft­ir þrjá leiki.

Loks mæt­ast Aft­ur­eld­ing og Grótta í Mos­fells­bæn­um. Grótta hef­ur komið skemmti­lega á óvart í upp­hafi móts og nælt í fjög­ur stig úr fyrstu þrem­ur leikj­un­um. Aft­ur­eld­ing er hins veg­ar aðeins með eitt stig eft­ir þrjá leiki.

Leik­ir kvölds­ins:

18.00 Val­ur – KA
18.45 Sel­foss – ÍBV
19.30 Aft­ur­eld­ing – Grótta
19.30 FH – Fram
19.40 ÍR - Hörður

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert