Fimm leikir eru á dagskrá í Olísdeild karla í handbolta í kvöld er fjórða umferðin fer af stað.
Stórleikur kvöldsins fer fram á Hlíðarenda en þar mætast Valur og KA. Liðin mættust í bikarúrslitum á síðustu leiktíð og í Meistarakeppni HSÍ í byrjun mánaðar og vann Valur í bæði skiptin. Valur hefur farið vel af stað og er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. KA er með þrjú stig.
Hörður frá Ísafirði freistar þess að fá sín fyrstu stig í efstu deild frá upphafi er liðið heimsækir ÍR í Breiðholtið í nýliðaslag. ÍR er með tvö stig en Hörður er eina liðið sem er án stiga.
Fram, sem hefur farið vel af stað og er í öðru sæti með fimm stig, mætir FH í Kaplakrika. Byrjun FH-inga hefur verið erfið, því liðið er í næstneðsta sæti með aðeins eitt stig.
ÍBV og Selfoss mætast í suðurlandsslag á Selfossi. ÍBV er taplaust og með þrjú stig eftir tvo leiki en Selfoss er með tvö stig eftir þrjá leiki.
Loks mætast Afturelding og Grótta í Mosfellsbænum. Grótta hefur komið skemmtilega á óvart í upphafi móts og nælt í fjögur stig úr fyrstu þremur leikjunum. Afturelding er hins vegar aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki.
Leikir kvöldsins:
18.00 Valur – KA
18.45 Selfoss – ÍBV
19.30 Afturelding – Grótta
19.30 FH – Fram
19.40 ÍR - Hörður
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |