Svekktur að við gerum þessi aulamistök

Patrekur í leiknum í kvöld.
Patrekur í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pat­rek­ur Jó­hann­es­son, þjálf­ari Stjörn­unn­ar, var nokkuð sátt­ur með sína menn eft­ir 29:29-jafn­tefli gegn Hauk­um í Olís deild karla í hand­bolta í Garðabæ í kvöld. 

„Hauk­arn­ir eru frá­bær­ir. Frá­bær klúbb­ur með frá­bært lið og góða leik­menn. Ég vissi það fyr­ir leik að Andri [Már Rún­ars­son] og Guðmund­ur [Bragi Ástþórs­son] væru rosa­lega snögg­ir leik­menn sem erfitt væri að eiga við en mér fannst við gera það ágæt­lega í fyrri hálfleik. Við vor­um lé­leg­ir að hlaupa til baka og auðvitað er ég með skipt­ing­ar sem hafa áhrif á það en í seinni hálfleik breytti ég því aðeins og setti Þórð Tandra í hornið í vörn­inni. 

Stjarn­an var með bolt­ann þegar minna en mín­úta var eft­ir af leikn­um, marki yfir. Pét­ur Árni Hauks­son kastaði bolt­an­um þá þvert yfir völl­inn þar sem Brynj­ólf­ur Snær Brynj­ólfs­son kom á blindu hliðina og stal bolt­an­um. Brynj­ólf­ur fann svo Ólaf Ægi Ólafs­son sem skoraði jöfn­un­ar­markið yfir all­an völl­inn en Stjarn­an tók markvörð sinn út af í sókn þar sem liðið var manni færri.

„Þetta var bara hörku­leik­ur en ég er svekkt­ur að við ger­um þessi aulamis­tök þegar það er svona lítið eft­ir. Það kem­ur þarna þversend­ing og við vor­um bún­ir að ræða þetta með Brynj­ólf, hann hef­ur oft gert þetta á móti okk­ur. Þarna eru menn bara ekki al­veg með ein­beit­ing­una í lagi og kasta bolt­an­um þvert. Þetta get­ur gerst og Pét­ur lag­ar þetta, hann átti góðan leik sókn­ar­lega. Þetta var vel gert hjá Binna en við vor­um bún­ir að ræða þetta, það er það sem er svekkj­andi við þetta.“

Voru það mis­tök að taka Adam markvörð úr mark­inu þegar svona lítið var eft­ir og Stjarn­an yfir?

„Nei. Alls ekki. Ég geri bara ráð fyr­ir því að næst þegar við lend­um í þess­ari stöðu að menn sendi ekki þversend­ingu.“

Stefán Rafn Sig­ur­manns­son fékk að líta rauða spjaldið fyr­ir að skjóta í höfuð Arn­órs Freys Stef­áns­son­ar markv­arðar Stjörn­unn­ar úr ví­tak­asti. Stefán sjálf­ur virt­ist ósátt­ur með dóm­inn en Arn­ór stein­lá eft­ir og gat ekki haldið leik áfram.

„Ég sá þetta vel. Hann skýt­ur í haus­inn á hon­um og þetta er bara rautt spjald. Ég er bú­inn að tala við nokkra Hauka­menn líka og ég held að menn séu bara sam­mála um það. Hann ætl­ar auðvitað bara að skora en bolt­inn fer í haus­inn á hon­um og því er þetta klárt rautt spjald.“

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert