Lovísa farin frá Danmörku

Lovísa Thompson er farin frá Ringkøbing í Danmörku.
Lovísa Thompson er farin frá Ringkøbing í Danmörku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleikskonan Lovísa Thompson hefur yfirgefið herbúðir danska félagsins Ringkøbing eftir aðeins nokkra mánaða veru hjá félaginu. 

Hún yfirgaf Val í lok síðasta tímabils og samdi við Ringkøbing, en hefur nú ákveðið rifta samningi sínum við félagið. Ringkøbing staðfesti tíðindin á Facebook-síðu sinni í dag.

„Við höfum kvatt Lovísu Thompson, allt of snemma. Því miður var Ringkøbing ekki rétta félagið fyrir Lovísu. Við höfum því samþykkt beiðni hennar um að rifta samningnum.

Eitt af mikilvægustu gildum okkar er að líða vel, en því miður náði Lovísa ekki að aðlagast Vestur-Jótlandi. Við óskum henni góðs gengis í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka