Eyjakonur fór illa með HK

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í stuði í dag.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í stuði í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann þægilegan 31:18 sigur á HK í Olísdeild kvenna í handknattleik í Kópavoginum í dag. 

Eyjakonur náðu góðri forystu þegar tíu mínútur voru eftir og héldu henni út fyrri hálfleikinn en hálfleikstölur voru 17:10 ÍBV í vil. Eyjaliðið hélt uppteknum hætti áfram í síðari hálfleik og kláraði leikinn með 13 marka stórsigri 31:18. 

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Birna Berg Haraldsdóttir voru markahæstar í liði ÍBV með fimm hvor. Sara Katrín Gunnarsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru markahæstar í liði HK með þrjú hvor. 

Mörk HK: Sara Katrín Gunnarsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín - 3, Berglind Þorsteinsdóttir, Leandra Náttsól, Salvamoser, Embla Steindórsdóttir - 2. Inga Dís Jóhannsdóttir, Amelía Laufey M. Gunnarsdóttir, Sóley Ívarsdóttir, Katrín Hekla Magnúsdóttir, Aníta Eik Jónsdóttir, Anna Valdís Garðarsdóttir -1

Varinn skot: Ethel Gyða Bjarnasen - 10. 

Mörk ÍBV: Hanna Þrastardóttir, Birna Berg Haraldsdóttir -5. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir -4. Ásta Björt Júlíusdóttir, Sunna Jónsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Marija Jovanovic -3. Karolina Anna Olszowa - 2. Ólöf María Stefánsdóttir, Ingibjörg Olsen, Herdís Eiríksdóttir -1. 

Varinn skot: Marta Wawtzykowska - 14

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert