Íslendingar atkvæðamiklir - Sigvaldi með sigurmark

Sigvaldi Björn Guðjónsson setti sjö mörk í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson setti sjö mörk í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Mikið var um að vera hjá Íslend­ing­um í hand­bolta út um alla Evr­ópu í dag. 

Sig­valdi Björn Guðjóns­son, Jan­us Daði Smára­son og liðsfé­lag­ar þeirra í Kolstad unnu eins marks sig­ur, 30:29, á Drammen í norsku úr­vals­deild­inni í dag. Sig­valdi setti sjö mörk í leikn­um og skoraði sig­ur­markið úr ví­tak­asti eft­ir að venju­leg­um leiktíma var lokið. Óskar Ólafs­son skoraði þrjú mörk fyr­ir Drammen. Kolstad er á toppi norsku deild­ar­inn­ar með fullt hús stiga eft­ir fimm leiki. 

Daní­el Þór Inga­son setti átta mörk og Odd­ur Gret­ars­son fjög­ur er Bal­ingen hafði bet­ur, 27:24 gegn Dorma­gen í þýsku B-deild­inni í hand­bolta í dag. Bal­ingen er enn með fullt hús stiga eft­ir sex leiki og sit­ur á toppi deild­ar­inn­ar. 

Al­dís Ásta Heim­is­dótt­ir, Ásdís Guðmunds­dótt­ir, Jó­hanna Mar­grét Sig­urðardótt­ir og stöll­ur í Skara frá Önn­ered máttu þola tíu marka, 24:34, tap fyr­ir Höör í sænsku úr­vals­deild­inni. Al­dís setti fimm mörk og Jó­hanna tvö í liði Skara sem er í ní­unda sæti með tvö stig eft­ir þrjá leiki. 

Hol­ste­bro, þar sem Hall­dór Jó­hann Sig­fús­son er aðstoðarþjálf­ari, tapaði 31:34 fyr­ir GOG í dönsku úr­vals­deild karla. Hol­ste­bro er í átt­unda sæti með sjö stig eft­ir sjö leiki. 

Axel Stef­áns­son og læri­kon­ur hans unnu 31:29 sig­ur á Kast­amonu Beted­iyesi í Meist­ara­deild kvenna í dag. 

Harpa Rut Jóns­dótt­ir, Sunna Guðrún Pét­urs­dótt­ir og liðsfé­lag­ar þeirra í Amicitia Zürich máttu sætta sig við eins marks, 25:26, tap fyr­ir Herzo­genbuch­see í sviss­nesku úr­vals­deild­inni. Harpa setti fjög­ur mörk en Sunna varði eng­in. Zürich er í öðru sæti deild­ar­inn­ar með sex stig. 

Kadetten, und­ir stjórn Aðal­steins Eyj­ólfs­son­ar, vann 33:28 sig­ur á Ólafi Andrési Guðmunds­syni og liðsfé­lög­um í Amicitia Zürich í dag. Óðinn Þór Rík­h­arðsson gekk til liðs við Kadetten í sum­ar en er úr leik sem stend­ur vegna meiðsla.

Hann­es Jón Jóns­son stýrði sín­um mönn­um í Alpla Hard til sig­urs, 31:22, gegn Füch­seaust­ur­rísku A-deild­inni í hand­bolta í dag. Alpla er í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 11 stig eft­ir fimm leiki. 

Kristján Örn Kristjáns­son skoraði tvö mörk í 23:26 tapi Pays d´Aix gegn Chambéry í frönsku A-deild­inni. Aix er í átt­unda sæti deild­ar­inn­ar með sex stig eft­ir fimm leiki. 

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert