Mikið var um að vera hjá Íslendingum í handbolta út um alla Evrópu í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Janus Daði Smárason og liðsfélagar þeirra í Kolstad unnu eins marks sigur, 30:29, á Drammen í norsku úrvalsdeildinni í dag. Sigvaldi setti sjö mörk í leiknum og skoraði sigurmarkið úr vítakasti eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Óskar Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Drammen. Kolstad er á toppi norsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki.
Daníel Þór Ingason setti átta mörk og Oddur Gretarsson fjögur er Balingen hafði betur, 27:24 gegn Dormagen í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Balingen er enn með fullt hús stiga eftir sex leiki og situr á toppi deildarinnar.
Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og stöllur í Skara frá Önnered máttu þola tíu marka, 24:34, tap fyrir Höör í sænsku úrvalsdeildinni. Aldís setti fimm mörk og Jóhanna tvö í liði Skara sem er í níunda sæti með tvö stig eftir þrjá leiki.
Holstebro, þar sem Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðarþjálfari, tapaði 31:34 fyrir GOG í dönsku úrvalsdeild karla. Holstebro er í áttunda sæti með sjö stig eftir sjö leiki.
Axel Stefánsson og lærikonur hans unnu 31:29 sigur á Kastamonu Betediyesi í Meistaradeild kvenna í dag.
Harpa Rut Jónsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir og liðsfélagar þeirra í Amicitia Zürich máttu sætta sig við eins marks, 25:26, tap fyrir Herzogenbuchsee í svissnesku úrvalsdeildinni. Harpa setti fjögur mörk en Sunna varði engin. Zürich er í öðru sæti deildarinnar með sex stig.
Kadetten, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, vann 33:28 sigur á Ólafi Andrési Guðmundssyni og liðsfélögum í Amicitia Zürich í dag. Óðinn Þór Ríkharðsson gekk til liðs við Kadetten í sumar en er úr leik sem stendur vegna meiðsla.
Hannes Jón Jónsson stýrði sínum mönnum í Alpla Hard til sigurs, 31:22, gegn Füchseausturrísku A-deildinni í handbolta í dag. Alpla er í öðru sæti deildarinnar með 11 stig eftir fimm leiki.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði tvö mörk í 23:26 tapi Pays d´Aix gegn Chambéry í frönsku A-deildinni. Aix er í áttunda sæti deildarinnar með sex stig eftir fimm leiki.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |