Valur sneri blaðinu við í Slóvakíu

Thea Imani Sturludóttir var einu sinni sem oftar í lykilhlutverki …
Thea Imani Sturludóttir var einu sinni sem oftar í lykilhlutverki hjá Val í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valskon­ur eru komn­ar í þriðju um­ferð Evr­ópu­bik­ars kvenna í hand­knatt­leik eft­ir sig­ur á Dunaj­ská Streda í seinni leik liðanna í Slóvakíu í kvöld, 31:24. 

Dunaj­ská Streda vann fyrri leik­inn í gær­kvöld, 29:26, en hann tald­ist vera heima­leik­ur slóvakís­ka liðsins sem lék báða leik­ina á sín­um heima­velli.

Slóvak­ar byrjuðu leik­inn í kvöld á að kom­ast í 3:0 en Valskon­ur svöruðu því af mikl­um krafti og staðan eft­ir 15 mín­út­ur var 8:4, þeim í hag. Á lokakafla fyrri hálfleiks náðu þær slóvakís­ku áhlaupi, jöfnuðu met­in í 11:11 og síðan í 13:13, áður en flautað var til leik­hlés.

Jafnt var á öll­um töl­um fyrstu tíu mín­út­ur síðari hálfleiks og Dunaj­ská komst yfir í fyrsta og eina skiptið í 17:16. Í kjöl­farið komu fjög­ur Vals­mörk í röð, staðan var þá 20:17, og síðan var staðan orðin 24:19, Val í hag, um miðjan síðari hálfleik­inn.

Val­ur komst sex mörk­um yfir í fyrsta sinn, staðan var þá 27:21, þegar fimm mín­út­ur voru eft­ir og mun­ur­inn hélst í fimm til sex mörk­um í fram­haldi af því. Þegar Sara Dögg Hjalta­dótt­ir skoraði sitt fjórða mark í leikn­um, og kom Val í 31:24, var sig­ur­inn end­an­lega í höfn.

Thea Imani Sturlu­dótt­ir skoraði 7 mörk fyr­ir Val, Mariam Era­dze 5, Sara Dögg Hjalta­dótt­ir 4, Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir 3, Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir 3, Auður Gests­dótt­ir 3, Hild­ur Björns­dótt­ir 2, Lilja Ágústs­dótt­ir 2, Sara Helga­dótt­ir 1 og Elín Rósa Magnús­dótt­ir 1.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert