Hákon Daði Styrmisson, hornamaður í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik og leikmaður Gummersbach í Þýskalandi, segist vera svo gott sem kominn í 100% stand, en Hákon Daði sleit krossband í desember á síðasta ári.
„Þetta var löng og erfið ferð. Það var mjög erfitt að horfa á alla og geta ekki tekið þátt eða hjálpað liðinu og það er bara mjög erfitt að vera meiddur. Ég hef aldrei verið svona lengi frá æfingum og keppni og ég hef aldrei meiðst áður það illa að ég þurfi að fara í aðgerð,“ sagði Hákon Daði um meiðslin í samtali við mbl.is á æfingu íslenska liðsins í Safamýri.
Hákon Daði hefur fengið fleiri og fleiri mínútur eftir að hann kom til baka úr meiðslunum og hefur skorað sex mörk í tíu skotum á þeim mínútum sem hann hefur fengið í þeim fimm leikjum sem hann hefur leikið síðan hann fór aftur af stað með Gummersbach.
Um landsliðsverkefnið segir Hákon Daði mikilvægt að taka einn leik fyrir í einu. Hann segir að eins og handboltinn spilist í dag séu allir að vinna alla og að menn þurfi að mæta með hausinn rétt skrúfaðan á og af hörku í leikina.
„Annars geta menn lent í holu sem þeir hafa grafið sér sjálfir,“ bætti Hákon Daði við.
Hákon Daði er ánægður með hópinn og þróunina á liðinu. Hann segir alltaf vera einhver skakkaföll en að maður komi í manns stað.
„Ég er mjög ánægður með að menn eru að sækja í sig veðrið. Þetta er flottur hópur með marga flotta handboltamenn innanborðs og við erum að verða mjög öflugir. Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að því að spila okkar leik sem best og þróa hann áfram,“ sagði hornamaðurinn knái.
Eyjamaðurinn segir verkefnið leggjast vel í sig og hópinn eins og hann leggur sig og segir menn spennta að spila saman.
„Það verður gaman að fara til Eistlands og taka á því þar en það er alltaf sérstaklega gaman að spila á heimavelli fyrir framan okkar fólk. Það er gott að koma heim og njóta íslenskrar veðurblíðu, hitta fjölskyldu og vini og þess háttar. Ég var ekki mikið heima á meðan ég var meiddur. Mér fannst betra að vera úti í styrktarþjálfun og sjúkraþjálfun, með fulla einbeitingu á að koma mér sem fyrst af stað,“ sagði Hákon Daði Styrmisson að lokum, í samtali við mbl.is.
Leikur Íslands og Ísraels á Ásvöllum hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |