Kominn í gott sem 100% stand

Hákon Daði í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2022 …
Hákon Daði í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2022 gegn Litháen í Laugardalshöll í nóvember 2020. Leikur Íslands gegn Ísrael í kvöd er fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM 2024. mbl.is/Kristinn Magnússon

Há­kon Daði Styrmis­son, hornamaður í ís­lenska karla­landsliðinu í hand­knatt­leik og leikmaður Gum­mers­bach í Þýskalandi, seg­ist vera svo gott sem kom­inn í 100% stand, en Há­kon Daði sleit kross­band í des­em­ber á síðasta ári.

„Þetta var löng og erfið ferð. Það var mjög erfitt að horfa á alla og geta ekki tekið þátt eða hjálpað liðinu og það er bara mjög erfitt að vera meidd­ur. Ég hef aldrei verið svona lengi frá æf­ing­um og keppni og ég hef aldrei meiðst áður það illa að ég þurfi að fara í aðgerð,“ sagði Há­kon Daði um meiðslin í sam­tali við mbl.is á æf­ingu ís­lenska liðsins í Safa­mýri.

Há­kon Daði hef­ur fengið fleiri og fleiri mín­út­ur eft­ir að hann kom til baka úr meiðsl­un­um og hef­ur skorað sex mörk í tíu skot­um á þeim mín­út­um sem hann hef­ur fengið í þeim fimm leikj­um sem hann hef­ur leikið síðan hann fór aft­ur af stað með Gum­mers­bach.

Hákon Daði á fleygiferð með Gummersbach.
Há­kon Daði á fleygi­ferð með Gum­mers­bach. Ljós­mynd/​Michael Kleinj­ung

Um landsliðsverk­efnið seg­ir Há­kon Daði mik­il­vægt að taka einn leik fyr­ir í einu. Hann seg­ir að eins og hand­bolt­inn spil­ist í dag séu all­ir að vinna alla og að menn þurfi að mæta með haus­inn rétt skrúfaðan á og af hörku í leik­ina.

„Ann­ars geta menn lent í holu sem þeir hafa grafið sér sjálf­ir,“ bætti Há­kon Daði við.

Há­kon Daði er ánægður með hóp­inn og þró­un­ina á liðinu. Hann seg­ir alltaf vera ein­hver skakka­föll en að maður komi í manns stað.

„Ég er mjög ánægður með að menn eru að sækja í sig veðrið. Þetta er flott­ur hóp­ur með marga flotta hand­bolta­menn inn­an­borðs og við erum að verða mjög öfl­ug­ir. Við þurf­um fyrst og fremst að ein­beita okk­ur að því að spila okk­ar leik sem best og þróa hann áfram,“ sagði hornamaður­inn knái.

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins á æfingu með liðinu. Hákon …
Aron Pálm­ars­son, fyr­irliði ís­lenska landsliðsins á æf­ingu með liðinu. Há­kon Daði seg­ir Ísland vera með flott­an hóp með marga flotta hand­bolta­menn inn­an­borðs. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eyjamaður­inn seg­ir verk­efnið leggj­ast vel í sig og hóp­inn eins og hann legg­ur sig og seg­ir menn spennta að spila sam­an.

„Það verður gam­an að fara til Eist­lands og taka á því þar en það er alltaf sér­stak­lega gam­an að spila á heima­velli fyr­ir fram­an okk­ar fólk. Það er gott að koma heim og njóta ís­lenskr­ar veður­blíðu, hitta fjöl­skyldu og vini og þess hátt­ar. Ég var ekki mikið heima á meðan ég var meidd­ur. Mér fannst betra að vera úti í styrkt­arþjálf­un og sjúkraþjálf­un, með fulla ein­beit­ingu á að koma mér sem fyrst af stað,“ sagði Há­kon Daði Styrmis­son að lok­um, í sam­tali við mbl.is.

Leik­ur Íslands og Ísra­els á Ásvöll­um hefst klukk­an 19:45 og verður í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert