Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, býst við hörkuleik gegn Ísrael á Ásvöllum í dag. Leikurinn er fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins en lokakeppnin fer fram í Þýskalandi í byrjun árs 2024.
„Við þurfum að búa okkur undir mjög erfiðan leik og þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega. Ísrael hefur verið að ná fínum úrslitum á köflum,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið á æfingu íslenska liðsins í Safamýri.
„Íþróttir eru orðnar þannig í dag að ef menn fara ekki í verkefnin af fullri alvöru þá er von á öllu. Bilið er alltaf að minnka á milli liða.
Viðtalið við Guðmund má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.