Komast Eyjakonur í þriðju umferðina?

Sunna Jónsdóttir og samherjar hennar í ÍBV mæta Grikkjunum í …
Sunna Jónsdóttir og samherjar hennar í ÍBV mæta Grikkjunum í dag og á morgun. mbl.is/Árni Sæberg

ÍBV freistar þess um helgina að fylgja Valskonum eftir og komast í þriðju umferð Evrópubikarsins í handbolta.

Eyjakonur mæta Ionias frá Grikklandi og fara báðir leikir liðanna fram í Vestmannaeyjum í dag og á morgun en þeir hefjast klukkan 14 báða dagana. Sæti í 32ja liða úrslitum keppninnar er í húfi.

Ionias er frá Nea Ionia, úthverfi Aþenu, og hefur fimm sinnum orðið grískur meistari. Liðið vann þá fimm titla á jafnmörgum árum, frá 2014 til 2018, en frá þeim tíma hefur PAOK frá Þessaloníku einokað meistaratitilinn.

Ionias lék um árabil í Evrópukeppni, nær óslitið frá aldamótum til 2019, en spilar nú fyrstu Evrópuleiki sína í þrjú ár. Síðast komst liðið áfram árið 2015, gegn enska liðinu London HC, en féll út gegn mótherjum frá Portúgal, Tyrklandi og Rússlandi í fyrstu atrennu þar á eftir.

ÍBV þekkir vel til gríska handboltans eftir að hafa slegið út grísku liðin PAOK (53:51 samanlagt) og Panorama (55:44 samanlagt) á síðasta tímabili en þá komust Eyjakonur í átta liða úrslit Evrópubikarsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert