Einn besti leikmaður Gróttu brotinn

Birgir Steinn Jónsson verður frá keppni næstu vikunar.
Birgir Steinn Jónsson verður frá keppni næstu vikunar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Birgir Steinn Jónsson, einn besti leikmaður Gróttu, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu liðsins á dögunum.

Birgir staðfesti við Vísi í dag að hann hafi handarbrotnað á æfingu liðsins á mánudaginn var. „Ég var bara á æfingu og lenti illa á hendinni með þeim afleiðingum að lítið bein í henni brotnaði,“ sagði Birgir við Vísi.  

Hann verður frá keppni í allt að sex vikur og missir nokkuð úr tímabilinu. Hann hefur skorað þrettán mörk í Olísdeildinni í handbolta á leiktíðinni til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert